Enn um formúluna

McLaren heldur áfram að valda vonbrigðum. Þar sem ég þykist vita að bæði Montoya og Raikkonen eru mjög færir ökumenn hlýt ég að komast að þeirri niðurstöðu að bí­llinn sé einfaldlega ekki nógu góður. í einví­gi Renault og Ferrari verð ég að halda með þeim fyrrnefndu. Næsta ár hljómar því­ vel ef Raikkonen ætlar að færa sig yfir til Renault. Það verður gaman að sjá hver keyrir á móti honum. Annars er spurning hversu mikið er að marka þennan kynni í­ formúlunni því­ hann virðist ekki stí­ga í­ vitið. í dag tókst honum hvað eftir annað að rugla saman þeim þremur ökumönnum hverra nöfn byrja á Mont-, þ.e.a.s. Montoya (MOY), Monteiro (MON) og Montagny (MOT). Þetta er vissulega nokkuð flókið (Fyrir fólk undir 12 ára) eftir það er þetta bara spurning um að leggja skammstafanirnar á minnið og fólk með eðlilega greind getur gert það á hálfri mí­nútu. Það þarf lí­ka mjög undarlegan hugsanagang að tengja töluna 10 fyrir framan einhvern ákveðinn tí­ma ekki við það að um sé að ræða tí­mann sem sá sem er í­ 10. sæti náði. Þessi klikkaði þulurinn á og varð skyndilega mjög spenntur yfir því­ að ökumaður á ruslbí­l sem aldrei hefur náð neinum árangri væri að bæta besta tí­mann um 0,3 sekúndur! Hversu vitlausir geta menn verið. Ef einhver formúlaáhugamaður fer að stað með undirskriftarlista eða annað til að hvetja RúV til að skipta um kynni.
Annars er ég að fara í­ for-Eurovision hóf í­ kvöld. Ég held að það þurfi svolí­tið sérstakt fólk til að halda for-Eurovision hóf (þar sem horft verður á gamlar keppnir), undanúrslita-Eurovision teiti og úrslita-Eurovision partý. Ég er viss um að það verður mjög gaman.