Formúluröfl

Mikið var nú óskemmtilegt að horfa á formúluna í­ dag. Fyrir utan að MacLarenbí­larnir væru báðir klesstir út úr keppninni í­ fyrstu beygju þá náðu Ferrarimenn fyrstu tveimur sætunum. Það var hins vegar lí­ka ýmislegt skemmtilegt við keppnina. Trulli kom skemmtilega á óvart, það hefði verið gaman að sjá Ralf ná að klára (hann var búinn að koma sér í­ góða stöðu), Coulthard stóð sig vel þó kynnafí­f… þekkti ekki munin á honum og Liuzzi og hélt að Roseberg hefði verið að reyna að fara fram úr DC þegar það var Liuzzi sem náði að skjótast snilldarlega fram fyrir Roseberg.
Þrátt fyrir þetta þá held ég að Renault nái að sigra þetta og að enginn nái að slá MacLaren úr þriðja sætinu. Vonandi gengur bara betur á næsta ári.
Það er til marks um að sumarið sé komið í­ hámark þegar túristarnir fara að stoppa mann á kvöldgöngunni til að spyrja til vegar. Það er helst að þeir rati ekki á Hótel Eddu og villist hingað inn í­ Innbæ.