Varla var ég fyrr búinn að skrifa síðustu bloggfærslu en Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og formannswannabe lýsti því yfir að hér á landi hafi ekki verið rekin stóriðjustefna síðustu 3 ár. Til að byrja með leit út fyrir að hann myndi komast upp með þessa fullyrðingu en hún lyktar frekar af því að hafa verið búin til af einhverjum slökum spunameisturum í iðnaðarráðuneytinu en að vera skoðun Jóns. Það leið samt ekki á löngu áður en menn voru almennt farnir að hlæja að þessum málflutningi og myndin af Valgerði á viljayfirlýsingarfundinum á Húsavík er nú orðin eitt vinsælasta sjánvarpsefnið á NFS.
Kannski að ráðgjafar Halldórs ísgrímssonar séu allir komnir yfir til Jóns. Vinnubrögðin eru a.m.k. svipuð. Það lítur út fyrir að Jón sé ekki alveg nógu fær í að búa til söguskýringar og reyndari stjórnmálamenn. Það leiðir hugann að því hvort þetta hafi e.t.v. verið fyrsta prófraunin í þá átt að verða formaður Framsóknarflokksins. GETUR JÓN TALIí FÓLKINU TRú UM Aí STÓRIíJUSTEFNAN SÉ LÖNGU DAUí?
Þetta er eins og e.k. sambland af The Apprentice og Idolinu. Næst verður Guðni að reyna að telja okkur trú um eitthvað fáránlegt; að íslenskum bændum stafi stórhætta af landbúnaðarstefnu Evrópubandalagsins eða að Evran geti grafið undan efnahagslífinu á Íslandi. Síðan verður metið hvor hefur náð betri árangri í að sannfæra þjóðina.
Þá má líka láta þá flytja ávörp við einhver opinber tækifæri og gera skoðanakönnun um hvor standi sig betur. Þetta gæti verið ágætis sjónvarpsefni. Sniðugast fyrir Framsókn náttúrulega að safna stórum hópi af fólki, láta það leysa svona verkefni og leifa þjóðinni að kjósa einn burt í hverri viku. Svo myndi sigurvegarinn standa uppi sem formaður Framsóknarflokksins og fá að leiða flokkinn í næstu kosningum.