íhugaverðar auglýsingar

Það er merkilegt þegar áhugaverðasta lesefnið í­ Fréttablaðinu eru Bónusauglýsingarnar. Enn sem komið er hafa allir flokkar á Alþingi tekið hugmyndum formanns matvælaverðsnefndarinnar fálega nema Samfylkingin. Össur sagði þó í­ einhverjum pistli að hann myndi aldrei samþykkja að fella niður tolla á sælgæti og aðra óhollustu, einhvern frmstæðismann heyrði ég segja að það væri fáránlegt að óhollt og vont útlenskt grænmeti væri ódýrara en holl og góð í­slensk framleiðsla. Þessu er ég ósammála. Þó að haldið sé úti öflugri fræðslu og forvarnarstarfsemi í­ sambandi við hollustu og heilbrigða lí­fshætti þá á að treysta fólki til að velja sjálft hvaða mat það kaupir. Svona neyslustýring er forræðishyggja af verstu sort. Mér finnst allt í­ lagi að fólk geti keypt góðar og ómengaðar í­slenskar landbúnaðarafurðir en lí­ka í­ himnalagi þó því­ bjóðist að kaupa „lakari og óhollari“ erlendar vörur ódýrar.
Myndi þá í­slenskur landbúnaður hrynja til grunna? Það efast ég um. Á það má lí­ka benda að alls staðar í­ Evrópu (a.m.k. vesturhlutanum) nýtur landbúnaður mikilla styrkja. Það er ekkert undarlegt við það að í­slenskur landbúnaður sé lí­ka styrktur. Ekki fá bændur krónu af þessum tollum og vörugjöldum. Þá er lí­ka best að styrkja bændur beint, s.s. með stuðningi við kaup á vélum og áburði. Þar að auki er undarlegt að landbúnaður þurfi að kaupa rafmagn á mun hærra verði en annar iðnaður (hvað þá stóriðja). Ef hægt er að selja álverum orku á verði sem er háð afurðaverði hlýtur að vera hægt að gera slí­kt hið sama fyrir bændur. Það er mun betri stuðningur við þá en að halda matvælaverði á Íslandi himinháu. Svo geta hagfræðingar reiknað út hvað það kemur til með að kosta að búa til styrkjakerfi fyrir landbúnaðinn svo hann lognist ekki út af komist að því­ að það sé himinhár reikningur en á móti má þá benda á hvað eitt stykki Kárahnjúkavirkjun kostar og velta þeirri spurningu upp hvort svoleiðis upphæðum sé ekki betur varið í­ að halda uppi byggð og störfum í­ sveitum (fyrir utan öll afleiddu störfin í­ kringum landbúnað í­ þorpum landsins).
Við þurfum ekki fleiri virkjanir, það er komið nóg af þeim. í staðinn fyrir Eyjabakkavirkjun getur komið gott landbúnaðarkerfi og í­ stað Norðlingaöldu styrkur og stuðningur við nýsköpunarstarf, háskóla og þekkingarþorp ví­ða um land.
Kerfið má samt ekki vera það gott að það komi í­ veg fyrir hagræðingu í­ greininni. Það fækkar stöðugt fólkinu sem þarf að vinna við undirstöðugreinarnar og framleiðsla á hvern bónda eykst stöðugt. Það sí­ðasta sem við þurfum er nýtt kjötfjall. Hins vegar sýnist mér sem ásókn í­ jarðir í­ þeim tilgangi að leggja niður búskap á þeim og leggja þær undir sumarhúsabyggð, laxveiði, útivist, skógrækt o.s.frv. sé slí­k að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því­ að við sitjum uppi með með fjölda bænda sem framleiðir langt umfram eftirspurn.
Þetta er nú bara það sem mér finnst um þetta mál.