Þetta er fyrsta færslan sem ég skrifa á truflun.net. ístæðan fyrir því að ég flutti bloggið hingar er fyrst og fremst sú að mér var farið að leiðast hversu oft Bloggerinn lá niðri, vildi ekki pósta færslur o.s.frv. Ég vona að þetta verði betra hér. Það er hins vegar margt að gera eins og alltaf þegar menn flytja. Það þarf að búa til útlit, setja upp tengla, tilkynna sig inn á Mikka, setja upp RSS á síðuna o.s.frv. Ég er að hugsa um að láta það allt bíða um sinn eða a.m.k. þangað til Óli Gneisti verður búinn að setja hér inn útlitið sem ég valdi. Þangað til ætla ég að vinna eitthvað í hinum tveimur svæðunum sem ég er eitthvað að vasast í, þ.e. BKNE og Giljaskóla. Athugið að seinni síðan er ekki orðin opinber ennþá, lúkkið og uppsetningin er enn í vinnslu hjá einhverjum strák úti í bæ.
Þar að auki ætti maður náttúrulega að fara að byrja á verkefnunum sem maður á að vera að gera í MPA-náminu. Sæl að sinni.