Mýrin

Ég var að koma úr bí­ó. Við hjónakornin skruppum saman á Mýrina og vorum á leiðinni að rifja upp hvenær við fórum sí­ðast saman í­ bí­ó. Hvorugt okkar mundi það. Mýrin er hins vegar þokkaleg mynd. Hún er hins vegar ekki það meistaraverk sem mér heyrast allir vera að tala um. Vissulega góð mynd og lí­klega ekki hægt að skapa spennu í­ mynd sem byggir á bók sem nánast öll þjóðin hefur lesið. Þess vegna er það aldrei neitt vafamál hver er morðinginn og myndin er eins og bókinn týpí­skur skandinaví­skur sósí­al-realismi. Það er hins vegar eitt atriði í­ myndinni sem gengur ekki upp (stangast á við hvað gæti gerst í­ raunveruleikanum) og laus endi sem menn verða að passa sig að hnýta í­ sakamálamyndum (gæti alveg verið í­ lagi að skilja eftir lausa enda í­ annars konar myndum). Ætli ég gefi Mýrinni ekki þrjár störnur (af fimm).