Að því er ég veit best er fjórum prófkjörum Samfylkingarinnar lokið og úrslit liggja fyrir í tveimur þeirra, þ.e. í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum. Tölur eru að birtast úr Suðvesturkjördæmi smám saman og talið verður í Suðurkjördæmi á morgun. Prófkjörið í Reykjavík verður svo 11. nóvember á þriggja ára bloggafmæli mínu.
úrslitin sem liggja fyrir:
Norðvestur: 1. sæti: Guðbjartur Hannesson, 2. sæti:Â Karl Matthíasson 3. sæti: Anna Kristín Gunnarsdóttir 4. sæti: Sigurður Pétursson.
Norðaustur: 1. sæti: Kristján L. Möller, 2. sæti: Einar Már Sigurðarson, 3. sæti: Lára Stefánsdóttir.
Líkleg úrslit í Suðvestur: 1. sæti: Þórunn Sveinbjarnardóttir, 2. sæti: Katrín Júlíusdóttir, 3. sæti: Gunnar Svavarsson, 4. sæti: írni Páll írnason, 5. sæti: Guðmundur Steingrímsson, 6. sæti: Tryggvi Harðarson, 7. sæti: Sonja B. Jónsdóttir, 8. sæti: Jakob Frímann Magnússon.
Ef við gefum okkur að þetta verði úrslitin í Suðvestur og að Samfylkingin fái jafn marga þingmenn í þessum kjördæmum og síðast (sem er ekki ólíklegt) verða þingmenn Samfylkingarinnar: Guðbjartur, Karl, Kristján, Einar, Þórunn, Katrín, Gunnar og írni. Þ.e. 6 karlar og tvær konur. Það er ekki gott fyrir flokk sem gefur sig út fyrir að berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Ég tel að það verði á brattan að sækja í Norðurkjördæmunum að bæta við þriðja manni en það er í báðum tilvikum kona. Mér finnst skemmtilegt að sjá Gumma Steingríms í 5. sæti og vonandi að hann haldi því, en Jakob Frímann fær minna fylgi en ég hafði búist við. Ég vona að írni Rúnar kunningi minn og sveitarstjórnarmaður á Höfn í Hornafirði fái góða kosningu í Suðurkjördæmi.
Skoðanakannanir í dag benda til að Samfylkingin muni tapa fylgi í næstu kosningum. Það er erfitt að fullyrða hvort það sé líklegt svona löngu fyrir kosningar en ég held að ef um fylgistap verður að ræða verði það helst í þeim kjördæmum þar sem flokkurinn fékk bestu kosninguna síðast, þ.e. í Reykjavík og Suðurkjördæmi, síður í Suðvestur þar sem Hafnarfjarðarfylgið er mjög sterkt. Samfylkingin kom illa út í báðum Norðurkjördæmunum síðast og ekkert ólíklegt að hún geri það aftur. Þó held ég að það sé raunhæft að ná þrem mönnum í öðru hvoru kjördæminu og þá líklega frekar Norðaustur.
Ég ætla að gerast svo djarfur að spá. Ég held að Samfylkingin tapi fylgi en þó ekki jafn miklu og skoðanakannanir nú gefa til kynna. Ég held að flokkurinn tapi manni í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna, jafnvel báðum, og einnig í Suðurkjördæmi. Annars staðar verður staðan sú sama og síðast nema möguleiki er á þriðja manni í öðru hvoru Norðurkjördæmanna, þ.e. fækkun þingmanna um 1 til 2. Á pólitísku kallast það varnarsigur. Að sjálfssögðu vonast ég til að bæði Anna Kristín og Lára Stefáns komist að og önnur kjördæmi haldi sínu svo um verði að ræða aukningu um tvo þingmenn. Það tel ég eins og staðan er í dag öllu ólíklegra.
Mál sem leggja þarf áherslu á í kosningabaráttunni:
- Verðlagsmál (tenging við Evruna og ESB)
- Lífeyrissjóðsmál (bæði öryrkja og þingmanna)
- Réttarríkið (réttindi þegnanna og fordæming vafasamra stjórnvaldsaðgerða, s.s. stöðuveitinga, framkvæmdaleyfa og einkavæðingar)
- Velferðarkerfið (gera þarf úttekt á tilfærslu verkefna til sveitarfélaga)
- Alþjóðamál (skýra sérstöðu utanríkisstefnu landsins)