Á að skrifa Suðurkjördæmi með stórum staf? Lúlli rauði sem byrjaði í öðru (þriðja?)Â sæti en féll niður í það fjórða féll ekki lengra heldur vann sig aftur upp í annað sætið. Þar með féll Ragnheiður Hergeirsdóttir niður í fjórða og Guðrúnu Erlingsdóttur verðu kynjajafnað upp í fimmta sætið. Það eru því þrír karlmenn í efstu þremur sætunum hjá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi og tveimur efstu í Norðvestur og -austur. Þetta er slappt hjá flokki sem gefur sig út fyrir að vera jafnréttissinnaður. Samt er þetta náttúrulega ekki flokknum sem slíkum að kenna en merkilegt hversu prófkjör virðast erfið kvenfólki. í Suður og Norðausturkjördæmum á þetta sér náttúrulega þá skýringu að sitjandi þingmenn eru ávallt sterkir í prófkjörum en þó fær Róbert Marshall glæsilega kosningu enda losnuðu sæti í því kjördæmi en ekki í Norðaustur. í Norðvestur fékk sitjandi þingmaður (kona) hins vegar slæma útreið. Á móti kemur að Anna Kristín Gunnarsdóttir hefur verið einn af þessum ósýnilegu þingmönnum en það sama má reyndar líka segja um Einar Má Sigurðarson. Norðurland vestra kemur reyndar illa út í þessu prófkjöri og í reynd óskiljanlegt að Skagfirðingar skyldu ekki fjölmenna til að kjósa Önnu. Kannski eru karlarnir bara duglegri í að agítera fyrir sjálfum sér?
Þetta lítur hins vegar ekki nógu vel út fyrir komandi kosningar og líklegt að vinstrisinnaðar konur hugsi sig tvisvar um áður en þær merkja við Samfylkinguna.
Á sama tíma er mikill fjöldi frambærilegra kvenna að ganga til liðs við Vinstri græna í Reykjavík. ístandið á þeim bænum var lengi þannig að enginn mátti opna á sér munninn nema Steingrímur J án þess að fylgið hryndi af þeim. Vitleysan sem rann út úr Ögmundi, Kolbrúnu og Jóni Bjarnasyni var með þvílíkum eindæmum að þau voru að því er virtist látin sverja þagnareið fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ekki er nýjasta innslag Ögmundar í þjóðmálaumræðuna á þeim nótum að það dragi úr þessari tilfinningu. Með konur á við Katrínu Jakobsdóttur, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur í fararbroddi er hins vegar ekki spurning um að þetta muni breytast.