úrslit í­ Suðurkjördæmi

Á að skrifa Suðurkjördæmi með stórum staf? Lúlli rauði sem byrjaði í­ öðru (þriðja?) sæti en féll niður í­ það fjórða féll ekki lengra heldur vann sig aftur upp í­ annað sætið. Þar með féll Ragnheiður Hergeirsdóttir niður í­ fjórða og Guðrúnu Erlingsdóttur verðu kynjajafnað upp í­ fimmta sætið. Það eru því­ þrí­r karlmenn í­ efstu þremur sætunum hjá Samfylkingunni í­ Suðurkjördæmi og tveimur efstu í­ Norðvestur og -austur. Þetta er slappt hjá flokki sem gefur sig út fyrir að vera jafnréttissinnaður. Samt er þetta náttúrulega ekki flokknum sem slí­kum að kenna en merkilegt hversu prófkjör virðast erfið kvenfólki. í Suður og Norðausturkjördæmum á þetta sér náttúrulega þá skýringu að sitjandi þingmenn eru ávallt sterkir í­ prófkjörum en þó fær Róbert Marshall glæsilega kosningu enda losnuðu sæti í­ því­ kjördæmi en ekki í­ Norðaustur. í Norðvestur fékk sitjandi þingmaður (kona) hins vegar slæma útreið. Á móti kemur að Anna Kristí­n Gunnarsdóttir hefur verið einn af þessum ósýnilegu þingmönnum en það sama má reyndar lí­ka segja um Einar Má Sigurðarson. Norðurland vestra kemur reyndar illa út í­ þessu prófkjöri og í­ reynd óskiljanlegt að Skagfirðingar skyldu ekki fjölmenna til að kjósa Önnu. Kannski eru karlarnir bara duglegri í­ að agí­tera fyrir sjálfum sér?

Þetta lí­tur hins vegar ekki nógu vel út fyrir komandi kosningar og lí­klegt að vinstrisinnaðar konur hugsi sig tvisvar um áður en þær merkja við Samfylkinguna.

Á sama tí­ma er mikill fjöldi frambærilegra kvenna að ganga til liðs við Vinstri græna í­ Reykjaví­k. ístandið á þeim bænum var lengi þannig að enginn mátti opna á sér munninn nema Steingrí­mur J án þess að fylgið hryndi af þeim. Vitleysan sem rann út úr Ögmundi, Kolbrúnu og Jóni Bjarnasyni var með því­lí­kum eindæmum að þau voru að því­ er virtist látin sverja þagnareið fyrir sí­ðustu Alþingiskosningar. Ekki er nýjasta innslag Ögmundar í­ þjóðmálaumræðuna á þeim nótum að það dragi úr þessari tilfinningu. Með konur á við Katrí­nu Jakobsdóttur, Guðfrí­ði Lilju Grétarsdóttur og Svandí­si Svavarsdóttur í­ fararbroddi er hins vegar ekki spurning um að þetta muni breytast.