Kosningar í­ Bandarí­kjunum

Alveg fyndist mér það stórmerkilegt ef Demókratar ná ekki meirihluta í­ báðum deildum bandarí­ska þingsins í­ kosningunum. Ekki bara er Bush við stjórnvölinn í­ Hví­ta húsinu og einstaklega óvinsæll, heldur hefur hvert hneykslismálið á fætur öðru verið að koma upp í­ herbúðum Repúblikana, í­raksstrí­ðið er óvinsælt sem aldrei fyrr og efnahagsástandið hefur sjaldan verið verra. Samt lí­tur út fyrir að Demókratar nái ekki að sigra í­ kosningunum til beggja deilda! Lí­klegasta skýringin er sú að þeir eru ekki nógu miklir Amerí­kanar. Þ.e. þeir minnast ekki allir á guð í­ öðru hvoru orði, upphefja Bandarí­kin til skýjanna og fordæma allt sem ekki passar inn í­ sunnudagaskólann í­ biblí­ubeltinu (sumir þeirra gera það þó).

ín þess að ég vilji lýsa yfir stuðningi við bandarí­ska Demókrata þá finnst mér þetta svolí­tið hliðstætt við stöðu Samfylkingarinnar hér á Íslandi. Það skiptir ekki máli þó allir aðrir stjórnmálaflokkar séu úti skógi að kúka á sig í­ hverju málinu á fætur öðru, standi fyrir sérhagsmunagæslu og siðspillingu, séu nánast í­ útrýmingarhættu, þjóðhverfir og innflytjendafælnir, svo andsnúnir rí­kidæmi og stéttskiptingu að þeir vilja jafna alla niður á við og búa til nýja Austur-Evrópu á Íslandi, þá minnkar fylgi Samfylkingarinnar. Þrátt fyrir að þar sé á ferð eini flokkurinn (að mí­nu mati) með skynsama stefnu í­ efnahagsmálum, umhverfismálum, innflytjendamálum, utanrí­kismálum o.s.frv. (reyndar ekki alveg nógu góða stefnu í­ mennta- og heilbrigðismálum en það má laga það). Ég held að ástæðan sé kannski fyrst og fremst sú að Samfylkingin er ekki nógu í­slensk.

Tákngerfingar í­slendingsins, hinn sjálfstæði bóndi, sjómaðurinn og athafnamaðurinn sem hefur brotist úr fátækt fyrir eigin rammleik, eiga ekki samleið með Samfylkingunni. Það skiptir ekki máli þó þetta séu gjörsamlega úrelt fyrirbæri í­ dag. Íslendingar vilja stjórnmálaflokka í­ lopapeysum með uppbrettar ermar, í­ gúmmí­túttum eða vöðlum sem lofsyngja hin í­slensku sérkenni í­ öðru hverju orði (hingað til hefur Framsóknarflokkurinn verið einkar laginn við að höfða til þessara gilda).