Orð, aðgerðir og aðgerðaleysi

Mér sýnist almenn gengisfelling orða vera í­ gangi í­ samfélaginu frekar en orðbólga eins og sumir hafa viljað tala um. Dæmi um það er að nú eru menn kallaðir asnar, gungur, fí­fl (jafnvel helví­tis fí­fl) án þess að nokkur kippi sér upp við það. Sjálfur er ég ekki mjög andsnúinn þessari þróun og er sjálfur að reyna að gengisfella sögnina að fokka.

Annað er að fólk sem hefur þurft að þjást á einhverjum tí­ma í­ lí­fi sí­nu á það til, þegar það hefur tækifæri til, að hefna sí­n. Það versta við það er að yfirleitt eru það ekki kvalararnir sem verða fyrir hefndinni heldur annað blásaklaust fólk. Fólk sem hefur jafnvel unnið það eitt sér til saka að gagnrýna það sem hjálpaði þeim sem þjáðust út úr vonleysinu. Það versta við það er að þessi gagnrýni er fullkomlega réttmæt.

íÂ lok nóvember 2004 greip mig mikið vonleysi og uppgjöf sem leiddi m.a. til þess að ég var óstarfhæfur í­ nokkra daga. Einn daginn mætti ég ekki til vinnu en sí­ðan þurfti ég að mæta þar sem vinnuveitendur mí­nir samþykktu ekki að um veikindi væri að ræða. Þetta vonleysi hefur verið með mér alla tí­ð sí­ðan þá, mismikið reyndar eftir dögum og aðstæðum, en þó aldrei langt undan. Það var m.a. þessi tilfinning sem rak mig í­ nám núna í­ haust. Atburðir, eða atburðaleysi, sí­ðustu mánaða hefur sí­ðan orðið til að magna þessa tilfinningu upp aftur.

Á næstunni má búast við bloggi um framtí­ð menntakerfisins hér á Íslandi. Læt staðar numið að sinni.

Join the Conversation

1 Comment

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *