Að vera mannglöggur

Núna er ég búinn að starfa við Giljaskóla í­ þrjú ár og ég verð að viðurkenna að þó ég kunni flest nöfn annarra starfsmanna þar (nema kannski þeirra sem eru nýbyrjaðir) þá á ég í­ talsverðum erfiðleikum með að tengja mörg nöfn við andlit. Það er e.t.v. ekki skrýtið í­ ljósi þess að sumt fólkið þarna sé ég ekki nema á vikulegum kennarafundum og aðra (þá sem eru ekki kennarar og vinna ekki á unglingastiginu) sjaldnar. Mér finnst þess vegna alltaf jafn aðdáunarvert þegar fólk man eftir mér.

í dag rakst ég á fyrrverandi nemanda minn í­ Nettó, sá heilsaði mér með virktum (og nafni) en það eina sem ég mundi var að ég hafði kennt honum á Hvammstanga.

Þegar ég var að byrja í­ MR var Birgir írmannsson Inspector Scholae og ég man að ég var ekki búinn að vera í­ skólanum í­ marga daga þegar hann heilsaði mér með nafni og bauð mig velkominn. Innti eftir því­ hvernig mér fyndist skólinn og fleira í­ þeim dúr. í fyrstu var ég náttúrulega ákaflega upp með mér, 16 ára guttinn, að jafn mikils virtur maður innan skólans skyldi þekkja mig með nafni. Seinna komst ég að því­ að sem Inspector hafði Birgir skrifað undir nemendaskýrteini allra nýrra nemenda (sem voru með mynd) og það hafði dugað honum til að læra nöfnin á okkur öllum. Það eru einstakir hæfileikar sem ég á erfitt með að lýsa aðdáun minni nægjanlega á.

Sjálfur hef ég lent í­ því­ (sem unglingur) að kalla mönnum viðurnöfnum svo þeir heyrðu án þess að átta mig á því­ að í­ raun var um óvirðingu að ræða. Sem er leiðinlegt, sérstaklega í­ ljósi þess að báðir voru þessir strákar, sem ég uppnefndi þannig að þeim heyrandi, í­ miklum metum hjá mér. Aldrei hef ég heyrt samsvarandi um sjálfan mig. Sem þýðir annað hvort að flestir gæta sí­n betur en ég gerði eða að ég hef aldrei verið nógu sérstakur að verðskulda slí­kt viðurnefni. Reyndar man ég að innan ræðuliðs MR var ég stundum kallaður kommin.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *