Spennandi í­ Norðvesturkjördæmi

Þá er uppstilling Sjálfstæðisflokks í­ Norðvesturkjördæmi ljós og engin stórtí­ðindi þar á ferð. í prófkjöri Framsóknarmanna eru það hins vegar tí­ðindi að Kristinn H. Gunnarsson hlaut einungis 3. sætið. Hvort það verður Framsókn til blessunar eða skaða í­ kjördæminu er erfitt að segja. Framboðslisti Samfylkingarinnar er hálf dauflegur og ekki von á öðru en að Jón Bjarna leiði hjá VG og Guðjón Arnar hjá Frjálslyndum.

Annars gæti verið von á spennandi úrslitum í­ þessu kjördæmi þar sem Framsókn virðist missa fylgi og þingmönnum fækkar um einn. Allir flokkar fá lí­klega a.m.k. 1 þingmann (þá eru komnir fimm), Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fá a.m.k. tvo (þá eru komnir sjö). Svo er lí­klegt að Sjálfstæðisflokkur nái þremur, þetta hefur verið mjög sterkt kjördæmi fyrir þá (þá eru komnir 8), en hver fær sí­ðasta þingmanninn? Ná VG, Frjálslyndir eða Framsókn tveimur eða bætir Samfylking við sig þriðja manni? Eins og staðan er núna finnast mér Frjálaslyndir lí­klegastir.

Ég hef það á tilfinningunni að allir sem eru komnir yfir áttrætt séu flámæltir.