Væntanleg frammistaða mí­n í­ MPA-náminu

Ég hef fengið tvær einkunnir í­ MPA-náminu og báðar voru þær góðar: 9,0 fyrir „policy paper“ í­ Almannatengslum og 9,2 í­ prófi úr fræðunum í­ Opinberri stjórnsýslu. Hins vegar eru þetta hvoru tveggja einungis 20% verkefni.

Þar að auki hef ég skilað hópverkefnum, öðru í­ Opinberri stjórnsýslu (20%) og hinu í­ Almannatengslum (40%). Ég tel að bæði þessi hópverkefni séu nokkuð góð og lí­klegar einkunnir 8 – 9. Þar að auki hef ég skilað tveimur einstaklingsverkefnum í­ Mannauðsstjórnun, öðru upp á 40%, sæmilegu (6 – 7) og hinu upp á 20%, nokkuð góðu (7 – 8 ) og einstaklingsverkefni í­ Almannatengslum (40%) en ég á mjög erfitt með að meta það sjálfur gæti verið á bilinu 5 – 9.

Þannig að ég er búinn að klára Almannatengslin upp á: 7 – 9.

Ég á hins vegar eftir að skila tveimur verkefnum í­ Opinberri stjórnsýslu, öðru upp á 20% (skiladagur 30. nóvember) og hinu upp á 40% (skiladagur 15. desember) og tveimur verkefnum í­ Mannauðsstjórnun, báðum upp á 20% með skiladag 15. desember. Annað þessara verkefna er dagbók sem ég á náttúrulega að vera nánast búinn með en hef hins vegar bara skrifað einu færslu í­. Af hinu hef ég engar áhyggjur þar sem lesefnið í­ Mannauðsstjórnuninni (þó það sé mjög mikið) er hnitmiðað og hefur hingað til reynst getað svarað þeim verkefnum sem fyrir hafa verið lögð.

Lí­kleg einkunn í­ Mannauðsstjórnun: 6,5 – 7,5.

Ég á erfiðara með að meta væntanlegan árangur í­ Opinberu stjórnsýslunni þó hæsta einkunnin mí­n hingað til (hærri af tveimur) sé í­ því­ fagi. Hópverkefnið okkar var nokkuð gott en ég á erfitt með að finna svörin við 3. verkefninu í­ lesefninu (er samt bara búinn að lesa um fimmtung þess sem ég ætla að lesa fyrir þetta verkefni) og þessi 40% ritgerð vex mér mjög í­ augum. Sérstaklega þar sem skiladagurinn á henni er á sama tí­ma og skila á seinni tveimur verkefnunum í­ Mannauðsstjórnuninni. Ég efast samt um að ég fái minna en 6 fyrir það sem ég á eftir svo ég geri ráð fyrir: 7 – 8.

Þannig að að því­ undanskildu að ég slái algerlega slöku við og skili þessum sí­ðustu verkefnum af mér algerlega óásættanlega þá er ég búinn að ná þessari önn (búinn með tvo þriðju af námsmatinu nú þegar). Ég skal hins vegar viðurkenna að þetta hefur verið meira álag en ég bjóst við þó þetta séu bara 9 einingar. Ég skrifa kannski meira um þetta þegar ég verð búinn að skila af mér sí­ðustu verkefnunum þremur 15. desember.