Það hefur margt gerst í samfélaginu síðan ég bloggaði síðast. ístæða blogghlésins að þessu sinni er ekki mikið annríki. Ég hef vissulega haft mikið að gera enda ein þrjú verkefni í MPA-náminu sem ég þarf að vinna í en hingað til hefur sú vinna nánast eingöngu verið huglæg, þ.e. það er lítið sem ekkert komið á blað ennþá. Einu af þessum verkefnum á ég að skila á fimmtudaginn en það er sem betur fer orðið frekar mótað í huga mínum. Aðalástæðan er einfaldlega leti en ég geri samt orð írmanns að mínum: Hann er alls ekki latur heldur þvert á móti lúsiðinn. Þess vegna fælist hann vinnu, hún verður alltaf svo mikið mál.
Kristinn féll niður í þriðja sætið hjá Framsókn í Norðvestur. Nú velta menn því fyrir sér hvort hann fari yfir til Frjálslyndra. Ég efast um það. írni Johnsen er að gera allt vitlaust með tæknilegum mistökum og þau nýjustu eru víst afsökunargrein í Mogganum í dag. Ég tek undir orð nýkrata um þetta mál. Reyndar er ég líka sammála þeim varðandi ræðu Jóns Sigurðssonar formans Framsóknar á miðstjórnarfundinum í dag.
Núna bíð ég spenntur eftir niðurstöðum úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Mér þykir líklegast að Kristján Þór taki 1. sætið en sjálfur myndi ég kjósa Þorvald Ingvarsson væri ég Sjálfstæðismaður. Hann hefur einhvern óútskýranlegan kjörþokka. Annars skrifar Björgvin Valur í raun allt sem hægt er að segja um þetta prófkjör.
Þá er best að fara að elda kvöldmat.