Trúarleg félagsþjónusta

Nei, áttan og sviginn héldu sér og er það gott.  Titill þessarar færslu ví­sar til fréttar sem ég heyrði í­ útvarpinu fyrr í­ kvöld. Þar var það haft eftir Landlækni að fagmenn ættu að sjá um heilbrigðisþjónustu en ekki trúfélög. Þessu get ég ekki annað en verið sammála. Á sama tí­ma og Landlæknir lætur hafa þetta eftir sér eru kennarar (sem stétt ekki einstaka kennarar) undarlega þögulir um að trúfélög séu að veita þjónustu innan grunnskólanna sem ætti að vera á höndum fagmanna.

Ég held það skipti nefnilega litlu máli hverrar trúar við erum eða erum ekki að það hljóta allir að sjá, þegar þeir hugsa út í­ það, að þjónustu sem krefst fagmenntunar beri að veita af fagmenntuðu fólki. Þetta á tildæmis við um sálfræðiþjónustu, félagsráðgjöf, úrlausn félagslegra vandamála, eineltismál, námsvandræði, hegðunarvandræði og annað sem kann að hrjá nemendur í­ grunnskólum landsins. Það er stórmerkilegt að þarna skuli vaða inn ákveðið trúfélag, með samþykki viðkomandi sveitarfélaga og skólastjóra, í­ stað þess að metnaður sé lagður í­ að byggja um faglega þjónustu. Þetta gerist án þess að Grunnskólakennarar mótmæli. Þarna er samt fólk með trúna eina í­ veganesti að sinna störfum sem sálfræðingar, félagsráðgjafar, námsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar og sí­ðast en ekki sí­st grunnskólakennarar hafa fengið menntun til að fást við. Það er ekki lí­klegt að vel blási fyrir stétt sem leyfir ófagmenntuðu fólki að taka yfir störf sí­n og þá sérstaklega ekki þann hluta þeirra sem mestrar fagmenntunar þarfnast.

Ætli við þurfum að setja á fót embætti Landkennara? (Nú eru 17 eftir)