HM í­ handbolta

Ég get ekki sagt að ég sé mikill í­þróttaáhugamaður þrátt fyrir að fylgjast með formúlunni. Ég verð hins vegar var við það að nú er að hefjast HM í­ handbolta og í­ útvarpinu um daginn var rætt við einhvert fólk á götunni um hvaða sæti það héldi að Ísland myndi ná. Spár voru allt frá því­ að Ísland lenti í­ 3. – 4. sæti og fóru ekki neðar en það. í lok fréttarinnar sagði fréttamaður svo frá því­ að besti árangur Íslands á HM hingað til hafi verið 5. sætið í­ Japan.

Þar sannast enn sem fyrr hvað Íslendingar eru bjartsýn þjóð. Því­ miður þá endar svona bjartsýni sem er frekar óraunsæir draumórar þó yfirleitt frekar í­ fúllyndi og leiðindum en sú bjartsýni sem þó hefur litlu tá annars fótar í­ raunveruleikanum. Þess vegna fannst mér skemmtilegt að lesa í­ Fréttablaðinu um daginn þar sem verið var að ræða sömu spurningu við þjóðþekkta Íslendinga sem samt tengjast handbolta eða í­þróttum á engan hátt að flestir spáðu Íslandi 12. – 18. sæti og einn taldi að Eiður Smári yrði maður mótsins.

ífram Ísland! (16)