Vandi lýðræðisins

Ég hef í­mugust á konungsdæmum. Sú hugmynd að einhver geti í­ krafti þess hverjir foreldrar hans eru, eða voru, gert tilkall til þess að teljast þjóðhöfðingi heilu þjóðanna er í­ mí­num huga ákaflega ógeðfeld. Ég hef haft mikið dálæti á kí­nversku aðferðinni til að losna við þetta pakk þar sem full mikið ofbeldi fellst bæði í­ rússnesku og frönsku aðferðinni.

Þessir einstaklingar eru lí­ka, a.m.k. í­ mí­num huga, táknmyndir alls þess sem miður hefur farið í­ mannlegu samfélagi í­ gegnum aldirnar. Þannig er konungsdæmið arfur frá fornri tí­ð kúgunar og stéttaskiptingar sem í­ sinni grófustu mynd fólst í­ því­ að almúginn var einfaldlega eign aðalsins sem gat farið með hann eins og hvern annan búfénað. Vald sitt töldu konungar sig hafa fengið frá Guði og er það aðeins einn af þeim fjölmarga viðbjóði sem viðgengist hefur í­ nafni trúar og trúarbragða. Þegar ég sé Harry og William prinsa af englandi eða þá bræður Jóakim og Friðrik eru þeir því­ fyrir mér aðeins táknmynd um vonda fortí­ð og mannskemmandi þankagang. Það að fagna þessu liði og hylla finnst mér álí­ka smekklegt og að ganga um veifandi hakakrossfána enda tákn um álí­ka mannvonsku og hörmungar.

Það er þess vegna ákveðið áfall fyrir menn eins og mig þegar lýðræðislega kjörnir forystumenn eins og Blair, Bush og Putin (þó reyndar megi efast um lýðræðislegt umboð þeirra allra) reynast svona miklir fávitar en kóngafólk t.d. Margrét danadrottning, Elí­sabet bretadrottning og (meira að segja stundum) Karl prins af Wales, virðast vera skynsemismanneskjur. Auðvitað þarf svo ekki annað en að lí­ta til aðalsfólks í­ Sví­þjóð og Nepal (þó vissulega sé ólí­ku saman að jafna) til að átta sig á því­ að kóngafólk er auðvitað bara fólk eins og allir aðrir og hálfvitar þar innan um eins og alls staðar annars staðar.

Það var mikið gæfuspor fyrir Íslendinga að gerast lýðveldi en að sama skapi kjánalegt að búa til embætti lýðræðislega kjörins kóngs (forseta) sérstaklega í­ ljósi þess að núverandi handhafi þess embættis virðist gera sitt í­trasta til að konungsvæða það. Afnemum forsetaembættið hið fyrsta! (18) (Það verður gaman að sjá hvort þessi átta og svigi breytist í­ broskall).