Vondur formaður – skamm

Um daginn varð mikil umræða vegna þess að Ingibjörg Sólrún Gí­sladóttir orðaði það að í­slenska krónan væri ónýt og við ættum að í­huga að taka upp evru. Mótmælin við þessum ummælum voru svo sem fyrirsjáanleg og ótúrsnúningar Framsóknar þegar þeim var bent á að Valgerður Sverrisdóttir hafði sagt efnislega það sama nokkru fyrr voru kostulegir.

Hitt fannst mér áhugavert að merkja þann undirtón sem fylgdi, sérstaklega frá írna Mathiesen og Birni Bjarnasyni, um að það væri nú merkilegt að kona sem vildi láta taka sig alvarlega sem formann stjórnmálaflokks talaði svona, talaði niður í­slensku krónuna, o.s.frv. Það er reyndar erfitt að vera að rifja þetta upp svona löngu eftir að atburðirnir áttu sér stað en ég fékk á tilfinninguna að þarna væri verið að gagnrýna manneskjuna Ingibjörgu Sólrúnu en ekki það sem hún var að segja.

Ég man ekki til þess að þegar Össur Skarphéðinsson sagði nákvæmlega það sama eða þegar Halldór ísgrí­msson ræddid um óumflýjanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu þá hafi nokkurn maður séð það sem ástæðu til að efast um að þeir væru hæfir til að vera formenn sinna flokka. Nú geta menn fabúlerað um af hverju svona er brugðist við Ingibjörgu frekar en öðrum og ég er viss um að femí­nistar sjái fljótt skýringu á því­.

í því­ samhengi eru viðbrögð formanns femí­nistaflokksins – VG – áhugaverð. (19)