Hjálmar írnason bara hættur

Það fór eins og ég spáði fyrir í­ gær að Hjálmar rann niður listann með því­ að bjóða sig fram gegn Guðna. Fylgismenn Guðna sáu náttúrulega enga ástæðu til að merkja við Hjálmar í­ neðra sæti og því­ lí­klegt að atkvæðin sem hann hlaut í­ 1. – 3. hafi vel flest verið í­ 1. Það eru ekki mörg atkvæði í­ fyrsta sætið og mun færri en Hjálmar sagði að hefðu skorað á sig. Niðurstaðan varð sú að nýliðinn Bjarni náði að hreppa annað sætið sem hefði verið Hjálmars hefði hann boðið sig fram í­ það. Niðurstaðan er svo aftur á móti mun sterkari framboðslisti enda hljóta allir listar að styrkjast við það að Hjálmar írnason situr ekki á þeim. (7)