HM í­ handbolta II

Þá er Ísland úr leik í­ HM í­ handbolta og gerist það óvenju snemma að þessu sinni. Mér skilst að liðið þurfi að sigra Frakka en úkraí­numenn að tapa fyrir íströlum svo einhver möguleiki sé um áframhald. Íslendingar sigruðu ístrali með gí­furlegum mun og fögnuðu ógurlega. Fullir af ofmetnaði mættu þeir því­ úkraí­nu án þess að átta sig á að leikurinn við ístralí­u var álí­ka merkilegur og ef West Ham næði að leggja Ví­ði í­ garði í­ fótboltanum, leiknum við úkraí­nu má þá lí­kja við að West Ham keppti við Bolton (getur farið á hvorn veginn sem er) en Frakkar væru þá í­gildi Arsenal í­ þessum samanburði.

Ég heyrði af úrslitunum þar sem ég var staddur úti í­ Brynju skömmu fyrir kvöldmat og önnur eins sársaukavein og bárust um öldur ljósvakans frá í­þróttafréttamanninum hef ég sjaldan heyrt. Það er með ólí­kindum að menn geti ennþá orðið vonsviknir með í­slenskt landslið eftir allan þennan tí­ma. Sumu hljóta menn bara að venjast og hætta að láta valda sér vonbrigðum.

Það er kannski blessun hvað þetta gerist snemma í­ þessari keppni og maður þarf ekki að bí­ða lengur meðan draumarnir styrkjast of vonbrigðin verða þvi meiri. (6)