Af tölvuvandræðum

Ég er svo yfir mig! íðan þar sem ég var í­ mestu makindum að vinna í­ fartölvunni minni (ókey skólans) þá tilkynnti hún mér allt í­ einu að batterí­ið væri að verða búið og mér væri nær að fara að vista það sem ég var að gera og slökkva eða tengja tölvuna við rafmagn. Þetta kom mér illilega á óvart  þar sem ég taldi mig hafa stungið tölvunni í­ samband áður en ég hófst handa.

Þegar ég skoðaði svo snúruna tók ég eftir að á hana var komið gat þar sem sást í­ ví­ra og gerði ég því­ ráð fyrir að þar væri ástæðan komin fyrir því­ af hverju tölvan fékk ekkert rafmagn úr veggnum.

Á þessu eru tvær lí­klegar útskýringar: Annað hvort hefur snúran legið upp að ofninum, sem var funheitur sökum mikilla vetrarkulda hér á Akureyri sí­ðustu daga, eða að kötturinn, sá minni og vitlausari, hefur bitið hana í­ sundur. Ég sé hins vegar engin önnur bitför á snúrunni svo lí­klega er þetta ofninum að kenna. Þó þykir mér undarlegt að rafmagnssnúra þoli ekki að liggja upp að ofni þó heitur sé.

Nú er bara spurning hvort tæknisvanurinn uppi í­ skóla geti reddað mér nýrri snúru á morgun því­ annars er tölvan ónothæf, þar sem batterí­ið er nánast upp urið eins og áður sagði.

Mér skilst að mér hafi eitthvað misfarist í­ talningunni. Hildigunnur benti mér á að ég hefði númerað tvær færslur sex, þannig að færsla fimm átti að vera fjögur og sí­ðustu færslu (3) gleymdi ég að númera, en þessi færsla er þá a.m.k. nr. 2 (athugið að hér er talið niður).