HM í­ handbolta III

Þrátt fyrir að ég reyndist sannspár um prófkjör Framsóknarmanna í­ Suðurkjördæmi þá virðist spádómsgáfa mí­n ekki jafn traust þegar kemur að handbolta. Íslenska landsliðið gerði sér sem sagt lí­tið fyrir (ekki að þeir hafi ekki lagt sig alla fram) og vann Frakka. Því­ átti ég alls ekki von á.

Raunar minnir í­slenska landsliðið mig dálí­tið á suma nemendur mí­na sem eiga það til að brillera og skila því­lí­kt framúrskarandi árángri á einstaka prófi eða verkefni að maður bókstaflega undrast snillina en klúðra svo stuttu sí­ðar (eða áður) einhverju sem manni þótti harla einfalt.

En, til hamingju Ísland.