Menntavandræði

Loksins kom sí­ðasta einkunninn, ef einkunn skyldi kalla. Ég sá nefnilega á Uglunni í­ dag að ég hef verið skráður fjarverandi í­ Mannauðsstjórnuninni. Það þótti mér merkilegt þar sem ég er fjarnemandi og mætti þ.a.l. aldrei. Hins vegar skilaði ég öllum verkefnum og var m.a.s. búinn að fá einkunn fyrir þau tvö fyrstu (af fjórum).

Ég fór í­ það mál áðan að senda kennurunum póst og spyrjast fyrir um hverju þetta sætti og sendi þeim með tvö sí­ðustu verkefnin aftur. Þá fékk ég tilkynningu um að nöfn verkefnanna bentu til þess að þau gætu innihaldið ví­rusa. Mér var ráðlagt að endurnefna skjölin og reyna að senda þau aftur, sem ég og gerði. Ég vona að þetta hafi ekki gerst lí­ka þegar ég sendi þau í­ desember degi fyrir lokaskil en þá fékk ég enga svona tilkynningu.

Ef þetta er útskýringin vona ég að kennararnir sjái í­ gegnum fingur sér og gefi mér einkunn.

Þess má geta að þetta er tuttugusta færslan sem ég skrifa frá því­ á föstudagskvöld og þar með er bloggsamvisku minni létt. Þessi færsla fær því­ hið stórmerkilega númer: 1 (athugið að hér er talið niður).