Villa í­ talningu

Enn sýnist mér að ég hafi gert villu í­ talningu því­ þegar ég tel póstana á dagatalinu kemst ég aldrei nema upp í­ 19. Þetta blogg bætir því­ úr um það.

Það væri reyndar snautlegt blogg að skýra einungis frá þessari villu í­ talningu og þess vegna ætla ég að láta móðan mása aðeins um reynslu mí­na af þessu blogg-maraþoni. Ef hægt er að kalla 20 færslur maraþon en til þess ber að lí­ta að þær voru margar frekar langar og engin undir góðu meðallagi.

Það merkilega er að ég lenti aldrei í­ vandræðum við að finna eitthvað til þess að blogga um. Allt voru þetta færslur sem hefðu alveg getað fæðst á venjulegum degi en þó bloggaði ég kannski um eitthvað sem ég hefði ekki fært í­ letur annars. Þannig má t.d. nefna færsluna um stöðu skólastjórnenda í­ grunnskólum og markmið mí­n á nýju ári.

Þrátt fyrir þetta blogg-æði tókst mér að koma ýmsu í­ verk um helgina. útbúa auglýsingu fyrir fund sem BKNE ætlar að halda á miðvikudaginn í­ næstu viku, fara í­ innkaup, læra heilan helling, horfa á fyrirlestur (á enn eftir að horfa á einn vegna áður nefndra tölvuvandræða) og elda veislumat um helgina.

Nú er þessu hins vegar lokið að sinni. Ég stefni ekki á langt blogghlé að þessari hrinu lokinni en það er samt aldrei að vita.

BBíB