Eurovision – Evrósýn II

Það verður að segjast eins og er að undankeppnin í­ kvöld var mun skárri en sí­ðustu helgi. Það sveif ekki sama deyfð yfir vötnum og þá. Inn á milli voru frekar hröð og fjörug lög. Hins vegar verð ég að segja að þessi 16 lög sem ég er búinn að heyra eru öll frekar slök. Ég met það eftir því­ hvort ég man eitthvað úr laglí­nunni um leið og lagið er búið. Það var í­ raun bara lagið sem Eirí­kur Hauksson söng sem lifði eitthvað í­ hausnum á manni eftir að það var búið. Ég vona að lögin sem eru eftir verði betri því­ annars verður að segjast eins og er að útlit er fyrir að Eurovisionlag Íslands í­ ár verði ákaflega dapurt.