Eurovision – Evrósýn III

Ætti það kannski að vera Evrusýn?

Þá er undankeppnin búin og Eirí­kur vann. Ég taldi hann alltaf vera með sigurstranglegasta lagið, e.t.v. ekki það besta, en það sem virkar best við fyrstu hlustun. Hins vegar komu lögin sem lentu í­ 2. og 3. sæti mér á óvart. Ég hefði talið Heilinn minn með Heiðu og Blómabörn með Brí­eti Sunnu lí­klegri til að lenda í­ þeim sætum.

Ég sagði hérna um daginn að mér hefðu fundist undankeppnirnar leiðinlegar í­ ár. Þess vegna kom það mér á óvart hvað mér fannst úrslitakeppnin hljóma vel. Af þeim lögum sem ég er ekki þegar búinn að minnast á hafði ég mest gaman af Aftur og var það þá sérstaklega frábær coreografering sem heillaði mig.

Nú vona ég bara að Eirí­kur slái í­ gegn í­ Helsinki og þá má gjarnan setja jafnvel meiri kraft í­ flutninginn fyrir keppnina sjálfa. En hver fer þá í­ skemmtilega Eurovisionþáttinn fyrir Íslands hönd? Hvaða Eurovision-fan á Íslandi talar reiprennandi skandinaví­sku og verður okkur ekki til skammar? Það er spurning hvernig Helga er orðin í­ dönskunni? Annars myndi ég svo sem ekki skorast undan ábyrgð ef til mí­n yrði leitað. 😉