Eurovision – Evrósýn III

Ætti það kannski að vera Evrusýn?

Þá er undankeppnin búin og Eirí­kur vann. Ég taldi hann alltaf vera með sigurstranglegasta lagið, e.t.v. ekki það besta, en það sem virkar best við fyrstu hlustun. Hins vegar komu lögin sem lentu í­ 2. og 3. sæti mér á óvart. Ég hefði talið Heilinn minn með Heiðu og Blómabörn með Brí­eti Sunnu lí­klegri til að lenda í­ þeim sætum.

Ég sagði hérna um daginn að mér hefðu fundist undankeppnirnar leiðinlegar í­ ár. Þess vegna kom það mér á óvart hvað mér fannst úrslitakeppnin hljóma vel. Af þeim lögum sem ég er ekki þegar búinn að minnast á hafði ég mest gaman af Aftur og var það þá sérstaklega frábær coreografering sem heillaði mig.

Nú vona ég bara að Eirí­kur slái í­ gegn í­ Helsinki og þá má gjarnan setja jafnvel meiri kraft í­ flutninginn fyrir keppnina sjálfa. En hver fer þá í­ skemmtilega Eurovisionþáttinn fyrir Íslands hönd? Hvaða Eurovision-fan á Íslandi talar reiprennandi skandinaví­sku og verður okkur ekki til skammar? Það er spurning hvernig Helga er orðin í­ dönskunni? Annars myndi ég svo sem ekki skorast undan ábyrgð ef til mí­n yrði leitað. 😉

6 replies on “Eurovision – Evrósýn III”

  1. Ég hafði ekki heyrt neitt af þessu fyrr en í­ gær, en hélt með rauðhærða rokkaranum… er eiginlega enn að jafna mig á þessu, en held samt að þetta tryllir mig lag sem komst á pall hafi nú bara verið aulahrollur ársins. Hann á greinilega marga vini, þessi maður.

  2. En til að vera ekki bara neikvæð, af því­ ég er í­ jákvæðnisþerapí­u, þá ættir þú bara að sækja um annað hvort að vera svaramaður Íslands í­ þættinum eða kenna Páli Óskari að pröda svensku 😉

  3. Ég heyrði um daginn Guðrúnu Gunnars nefnda í­ þessu samhengi. Veit ekki hvort það er rétt, en hún bjó um hrí­ð í­ Noregi og ætti því­ að vera prýðilega talandi á ,,skandinaví­sku“

  4. Æi, nej jeg kan ikke snakke godt nok dansk! Svo segir maður „mojn“ hérna í­ tí­ma og ótí­ma og það skilur enginn sem býr eitthvað norðar en við. Nei, ég las að Sví­ar óskuðu eftir Eirí­ki og að hann færi ef hann óskaði ekki eftir öðru. Þú yrðir fí­nn þarna Daní­el. Og alveg örugglega 95% málefnalegri heldur en Eirí­kur. Ekki það að maður þurfi endilega alltaf að rökstyðja afhverju maður fí­lar ekki eitthvað lag, en það er samt bara svo miklu skemmtilegra. Josten Norski verður ví­st ekki. Ég kem til með að sakna hans gí­ðarlega! Heyrðu, ég er búin að heyra í­rska lagið, það er hægt hér: http://www.rte.ie/tv/latelate/20070216.html

  5. Ekki það að ég sé helteking af Eurovision – alls ekki, og ég á mjög viðburðarí­kt lí­f. í alvöru, en ég hef allavega verið að sækja lögin sem hafa nú þegar verið gerð kunn og er að hlusta á þau. Einhver eiga nú eflaust eftir að breytast eitthvað fyrir keppnina a.m.k. breytist tungumálið í­ einhverjum þeirra. En bara gaman að hlusta á þau á upprunalega tungumálinu.
    Hér er slóðin:
    http://www.keithm.utvinternet.ie/Helsinki2007.htm

Comments are closed.