Formúlan fer að byrja aftur

Þá fer formúlan að byrja aftur og maður er búinn að vera að kí­kja á formúluvefina undanfarna daga. Það lí­tur allt út fyrir að þetta verði mjög spennandi tí­mabil. McLaren, Ferrari og BMW hafa verið að ná hröðustu hringjunum en Honda og Renault hafa lí­ka verið með góða tí­ma á æfingum. Ég held að reynsla McLaren og Ferrari verði til þess að þessi tvö lið keppi sí­n á milli um titilinn í­ ár en BMW verður skammt undan. Hvort Renault og Honda blandi sér í­ keppnina um þriðja sætið er svo heldur ekki ólí­klegt.

Svo er lí­ka merkilegt að hjá tveimur toppliðum eru að byrja nýjir ökuþórar. Þ.e. hjá McLaren og Renault. Það er ekki algengt að nýliðar komist að hjá toppliðum strax á sí­nu fyrsta ári. Það er ljóst að þeir þurfa að standa undir miklum væntingum.

Ég hlakka mikið til að fylgjast með formúlunni í­ ár.

2 replies on “Formúlan fer að byrja aftur”

  1. Þarna hittirðu á réttan streng Daní­el.
    Þetta verður að öllum lí­kindum mjög spennandi tí­mabil. Og sérstaklega finnst mér gaman að sjá hvað þeir eru að setja misjafna tí­ma á misjöfnum brautum; Ferrari betri á öðrum brautum en McLaren o.s.frv.
    Þetta lí­tur vel út. Hvaða lit velur þú í­ þessum flokki í­þrótta?

  2. Hingað til hef ég haldið með McLaren og á móti Ferrari. Það að Raikkonen sé kominn til Ferrari setur strik í­ reikninginn því­ ég get ekki annað en glaðst ef honum gengur vel. Hins vegar held ég lí­ka upp á Alonso, Button, Coulthard, Webber o.fl.
    Þannig að mér lí­ður vel meðan Massa og Fisichello gengur ekki of vel.

Comments are closed.