Þá fer formúlan að byrja aftur og maður er búinn að vera að kíkja á formúluvefina undanfarna daga. Það lítur allt út fyrir að þetta verði mjög spennandi tímabil. McLaren, Ferrari og BMW hafa verið að ná hröðustu hringjunum en Honda og Renault hafa líka verið með góða tíma á æfingum. Ég held að reynsla McLaren og Ferrari verði til þess að þessi tvö lið keppi sín á milli um titilinn í ár en BMW verður skammt undan. Hvort Renault og Honda blandi sér í keppnina um þriðja sætið er svo heldur ekki ólíklegt.
Svo er líka merkilegt að hjá tveimur toppliðum eru að byrja nýjir ökuþórar. Þ.e. hjá McLaren og Renault. Það er ekki algengt að nýliðar komist að hjá toppliðum strax á sínu fyrsta ári. Það er ljóst að þeir þurfa að standa undir miklum væntingum.
Ég hlakka mikið til að fylgjast með formúlunni í ár.