Ég var að hugsa um að hafa titilinn allan með hástöfum svo það liti út eins og ég væri að garga af fögnuði en svo sá ég að mér og ákvað að splæsa þessu upphrópunarmerki í staðinn. ístæða þessa gífurlega fögnuðar er að sjálfssögðu að Kryddpíurnar dásamlegu eru að koma saman aftur. Vér gamlir aðdáendur …
Monthly Archives: júní 2007
Vændi smændi
Annað hvort er að Alþingi Íslendinga er búið að setja lög sem banna einkadans eða þá að slík lög eru í deiglunni. Nú er ég ekki sérstakur talsmaður einkadans per se, og hitt er líka vitað að stöðum þar sem boðið er upp á slíkan dans, sem og strípidans hvers konar sem þó ekki er …
Skóli eða fangabúðir
Um daginn las ég frétt um það að Hjallastefnan hefði verið að taka yfir rekstur leikskólans Laufásborgar í Reykjavík. Fyrir rekur stefnan nokkra eigin leikskóla á Höfuðborgarsvæðinu og hér á Akureyri auk smábarnaskóla. Um þetta má lesa á heimasíðu samtakanna. Fyrst þegar ég heyrði af Hjallastefnunni var það einungis það að hún gengi að einhverju …
Lord’s Cricket Grounds
Enn af Monty Python. í 2o. þætti er krikketleikur á Lord’s Cricket Grounds á milli Íslands og Englands sem Ísland er að mala þegar englendingar senda grænan chesterfieldsófa inn á í vörnina. Minnti mig á annan chesterfieldsófa sem birtist óvænt á Lord’s Cricket Grounds en þá í leik á milli Englands og ístralíu ef ég …
Oook
í þætti 10 er api að sækja um stöðu bókasafnsvarðar! Reyndar ekki Orang Utan api.
Google Withers
Merkilegt, en í Monty Python’s Flying Sircus, þætti nr. 7 frá 1969 sem fjallar um innrás geimvera sem breyta öllum englendingum í skota er lögreglumaður að lesa bókina: „The Rise and Fall Of The Roman Empire“ eftir Google Withers. Það er m.a.s. skrifað með sama letri og Google á Google.com.
Bloggað um fréttir
Ég er alveg hættur að bæta í tenglalistann minn. Þess í stað fara öll blogg sem ég hef áhuga á að skoða og lesa inn í Readerinn og aðrar síður í Favorites. Ég er búinn að vera í sumarbústað í Hjaltastaðaþinghá síðustu daga og hef ekkert komist á netið. Þegar ég leit á Readerinn áðann …
Einkaskólisminn
Á mbl.is í dag er sagt frá því að verið sé að athuga að breyta MA í einkaskóla. í fréttinni er tekið fram að ekki eigi samt að taka upp skólagjöld. Það fylgir líka að þarna sé að ræða um að reyna eigi að auka tekjur MA aðrar en þær sem fara í launakostnað en …
Afmælisbíladagur
Það eru einhverjir bíladagar hér á Akureyri um helgina og þ.a.l. ekki þverkeyrandi um bæinn fyrir einhverjum vitleysingum á sportbílum sem þeir ráða ekki við í spyrnu á götunum. Umferðin er reyndar það þétt að aðferðin sem þeir þurfa að notast við er að lulla eins hægt og þeir geta þangað til það myndast u.þ.b. …
Afmæli
Ég á afmæli í dag. Þegar maður er lítill fagnar maður afmælum en eftir því sem aldurinn færist yfir verða þau bara einhvers konar viðmiðunardagsetningar, eins og skiladagurinn á skattframtalinu, síðasti dagur sem hægt er að póstleggja jólakortin o.s.frv. Maður fær samt alltaf eitthvað smálegt á afmælinu sínu og það er gaman jafnvel þó maður …