Spice Girls saman á ný!

Ég var að hugsa um að hafa titilinn allan með hástöfum svo það liti út eins og ég væri að garga af fögnuði en svo sá ég að mér og ákvað að splæsa þessu upphrópunarmerki í­ staðinn. ístæða þessa gí­furlega fögnuðar er að sjálfssögðu að Kryddpí­urnar dásamlegu eru að koma saman aftur. Vér gamlir aðdáendur ráðum okkur nú vart vegna kæti. Hitt þykja mér þó léleg vinnubrögð og með ólí­kindum að hafa nöfn stúlknanna í­ rangri röð við myndina, bæði á visir.is og í­ Fréttablaðinu. Þeir gefa nöfnin upp sem; Emma Bunton, Mel Brown, Mel Chisholm, Victoria Adams og Geri Halliwell. Þegar hið rétta er að frá vinstri eru þær á myndinni; Victoria Beckham, Melanie Chisholm (Mel C), Geri Halliwell G, Emma Bunton og Melanie Brown (Mel B).