Vændi smændi

Annað hvort er að Alþingi Íslendinga er búið að setja lög sem banna einkadans eða þá að slí­k lög eru í­ deiglunni. Nú er ég ekki sérstakur talsmaður einkadans per se, og hitt er lí­ka vitað að stöðum þar sem boðið er upp á slí­kan dans, sem og strí­pidans hvers konar sem þó ekki er einka, fylgja sögusagnir um vændi, mansal og dópsölu. Tvennt það sí­ðarnefnda er ólöglegt. Ég er hins vegar efins um að það að ráðast gegn einkadansi og/eða strí­piklúbbum hafi mikið að segja í­ baráttunni gegn vændi, mansali og dópi. Þessi lög held ég að spretti frekar af siðvendni, eða vilja til að lí­ta út fyrir að vera siðvandur, frekar en að menn hafi hugsað málið til enda og minnir þannig frekar á áfengisbannið á sí­ðustu öld heldur en skynsamlegar aðgerðir gegn glæpsamlegu athæfi. Ég hef áður gripið til þeirrar lí­kingar að það dettur engum í­ hug að banna í­þróttafatnað þó svo að vitað sé að hluti hans er framleiddur með barnaþrælkun í­ Austurlöndum. Ég held að við verðum bara að bí­ta í­ það súra epli að það eru ekki allir skinheilagir og það sem Bubba Morthens þykir gott og gilt getur Hauki frænda þótt helst til vilt. Það er ekki þannig að þá sé bara best að banna það. Reyndar efast ég um að þetta bann standist fullkomlega nútí­ma hugmyndir um frelsi. Hér væri hægt að telja upp atvinnufrelsi, persónufrelsi, tjáningarfrelsi o.s.frv. en um leið og við lí­tum á um hvað er að ræða, þ.e. dans sem fram fer þar sem einungis tveir eru til staðar, dansarinn og áhorfandinn, sem hefur borgað fyrir að sjá dansinn, hvort sem um er að ræða nektardans eða annan dans, þá verður hugmyndin um að banna hann einhvern veginn fáránleg. Hvað ef tveir kaupa dans? Er þetta bundið við dans þar sem dansarinn fer úr fötunum? Hljómar allt saman hálf kjánalega. Sjálfur er ég frekar fylgjandi því­ að ráðast gegn mansali heldur en fyrirbærum sem um ganga sögur að séu einkenni þess.
Og fyrst ég er byrjaður að vera svona upp á móti þá er best að hætta þessu röfli og fara að sparka í­ hund (óviðeigandi grí­n en ég ræð bara ekki við mig). Merkilegt að fólk getur æst sig upp í­ móðursýki yfir þessum hundi (já,já, ég veit þetta var ógeðslegt) en ypptir ekki öxlum yfir barnamorðum ísraela í­ Palestí­nu (Darfúr, Kasmí­r o.s.frv.).