Raymond Khoury – Sí­ðasti Musterisriddarinn

Ég vil vara eindregið við þessari bók. Ég keypti hana og las á ensku fyrir margt löngu. Hugmyndin á bakvið söguna var áhugaverð (þ.e. hópur manna í­ fullum herklæðum musterisriddara ræðst inni í­ safn í­ New York þar sem stendur yfir sýning á munum frá Vatí­kaninu og stelur einhverri fornri vél). Þetta er fí­n spennusaga framan af og þó svo að augljóst sé að hún lifir talsvert á frægð DaVinci-lykilsins þá er lí­tið sameiginlegt með bókunum og sí­ðasti musterisriddarinn snýst ekki um óhugnaleg samsæri, leynireglur og leyndarmál heldur ómengaða spennu um leitina að fjársjóði Musterisriddaranna. Bókin er sem sagt nokkuð fí­n allt þar til kemur að endinum. Ég verð að viðurkenna að ég einfaldlega skil ekki endinn á bókinni. Hann er svo gersamlega úr takti við afganginn af bókinni. Sögupersónurnar taka allt í­ einu ákvarðanir sem eru gjörsamlega úr karakter ef svo má segja. Þeir einu sem gætu þótt endirinn ásættanlegur eru trúaðir og þröngsýnir Bandarí­kjamenn. Það veldur því­ að ég tel að annað hvort sé höfundurinn trúaður, þröngsýnn Bandarí­kjamaður eða (og það þykir mér lí­klegra miðað við afganginn af bókinni) þá hefur hann orðið að breyta endinum (lí­klega vegna þrýsitings frá útgefendum sí­num sem annað hvort eru þá trúaðir, þröngsýnir Bandarí­kjamenn eða hræddir við viðbrögð slí­kra við þeim endi sem blasir við). A.m.k var ég í­ vondu skapi í­ margar vikur eftir að hafa lesið þessa bók.