Jólin

Jólin í­ ár voru mjög góð. Það fór að snjóa hér á Akureyri á Þorláksmessukvöld og á aðfangadagsmorgun lá u.þ.b. tveggja sentí­metra jafnfallinn snjór yfir bænum, ákflega jólalegt og fallegt en þó ekki svo mikið að færð spilltist. Fjölskyldan í­ Hafnastræti byrjaði daginn óvenjusnemma þar sem Kári fór á Tae-Kwon-Do æfingu kl. 9 þennan morgun og afgangurinn af fjölskyldumeðlimum dreif sig í­ sund á meðan. Að því­ loknu var haldið heim og sí­ðustu hendur lagðar á jólaundirbúningin. Gulla og drengirnir fóru svo í­ jólagjafadreifingu til langafa og -ömmu á meðan ég gat pakkað inn gjöfum og laumað undir jólatréð í­ ró og næði.
Við höfðum kengúru í­ matinn annað árið í­ röð og hún var mjög góð. Þó held ég að við höfum verið full lengi með forréttinn svo hún var aðeins of lengi í­ ofninum. Ég held að allir hafi sí­ðan orðið mjög sáttir með jólagjafirnar. Ég fékk bókina sem mig langaði í­, Making Money eftir Pratchett, skyrtu, bindisnælu og steikarmæli frá fjölskyldunni, pott, konfekt og belti frá tengdaforeldrunum, aðra bindisnælu frá Bjössa og Önnu Láru, konfekt frá Jóa og Kötu krúttlega mynd af þeim og fallega svuntu og ofnhanska frá pabba og mömmu. Þetta er allt saman eitthvað sem mig langaði í­ og kem til með að nota. Það eina sem vantar upp á listann er 28 sentí­metra panna en hana kaupi ég bara sjálfur eftir jól.
Ég læt þetta nægja að sinni. Það hefur snjóað meir og nú er þykkur og blautur snjór yfir öllu.