Drengirnir fengu Astrópíuspilið í jólagjöf frá Davíð frænda (sem kemur fyrir sem óvættur í spilinu og það var Dagur sem gerði útaf við hann í spennandi bardaga). í gær var þetta spil sem sagt prufukeyrt og reyndist bráðskemmtilegt en heldur langt í spilun. Það tók dálítinn tíma að komast inn í spilunina en þegar maður var búinn að átta sig á því rann spilið án vankanta, þó hefðu leiðbeiningar mátt vera ítarlegri.
Ég lenti í grjóthruni í dauðraríkinu og valdi að komast undan því þeim megin sem styttra var til lyklapéturs. Þá var Dagur hins vegar á undan mér og lenti í öðru grjóthruni, þar með var ég í raun lokaður inni og þurfti að fara langa leið til að komast að lyklapétri. Sú leið lá meðal annars í gegnum fylgsni dreka sem reyndist mér of erfiður (sérstaklega af því að allir hlutirnir sem ég hefði þurft til að vinna hann voru handan grjóthrunsins og fylgsnisins. Þar með var minni þátttöku í raun lokið. Hins vegar komst ég yfir vögguvísugaldur sem maður getur kastað á meðspilara og ég náði að veita Degi fyrirsát og svæfa hann. Þá kom í ljós að engar reglur eru í leiðbeiningarbæklingnum um það hvernig bardaga skal háttað ef maður hefur svæft andstæðinginn. Við komumst að samkomulagi um að ég myndi að sjálfssögðu vinna þar sem Dagur var sofandi þegar á hann var ráðist. Snildaráætlun mín heppnaðist hins vegar ekki þar sem í reglunum kom skýrt fram að ekki má taka nistið af sigruðum andstæðingi (en sá vinnu sem fyrstur kemst heim með nistið). Þar með var mín staða sú að ég gat ómögulega komist í nistið mitt og gat ekki heldur stolið nistinu hans Dags svo Dagur vann þetta, enda náði ég ekki að svæfa hann og drepa fyrr en tveimur reitum frá endinum.
Þetta er hins vegar mjög skemmtilegt spil og við stefnum á að spila það aftur í kvöld.