Andvaka á nýársnótt

Það er ekki allt sem gerðist á sí­ðasta ári sem er að halda fyrir mér vöku. Ekki heldur kví­ði eða spenna fyrir nýju ári (þó svo mér hafi flogið í­ hug um kl. 6 í­ morgun að bjóða mig fram til forseta). Þetta er einhver andvaka sem erfitt er að útskýra því­ ég er að leka niður úr þreytu en get bara engan veginn fest svefn. Ég er að hugsa um að strengja engin nýjársheit að þessu sinni í­ ljósi þess hve erfiðlega hefur gengið að halda þau sí­ðustu ár. E.t.v. blogga ég oftar á nýja árinu og e.t.v. ekki. Vonandi ganga samningaviðræður grunnskólakennara og sveitarfélaga vel og það verður mannsæmandi starf að vera kennari og kannski læra sví­n að fljúga (þetta er svona álí­ka lí­klegt). Lí­kur í­ dag 1. janúar á að ég segi upp störfum sem grunnskólakennari í­ vor: 98%.

One reply on “Andvaka á nýársnótt”

  1. humm, hvers vegna í­ áranum var ég ekki með þig á rss lesaranum? Ég hélt þú hefðir ekki skrifað neitt í­ óratí­ma. Leiðrétt núna.

    Hrikaleg synd að missa gott fólk úr kennslunni, en mikið skilur maður þetta vel, samt. Bara ekki fara í­ helv… viðskiptafræði eins og allir hinir sem ætla að redda fjármálunum. Því­lí­kt offramboð þar!

Comments are closed.