er undarlega hugleikið fræðimanninum Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni (sem aðstoðaði mig við að fá vinnu við fornleifauppgröft á Bessastöðum forðum daga) og á bloggsíðu sinni birtir hann tengil á Skilgreiningu EUMC á gyðingahatri með tilvísuninni: „Hollar upplýsingar fyrir Íslendinga“.
Af forvitni las ég þetta skjal og get tekið heilshugar undir það sem þar stendur. Ég skil hins vegar ekki af hverju Vilhjálmur beinir þessu sérstaklega til Íslendinga.
íhugaverðar tilvitnanir í skjalið:
„Denying the Jewish people their right to self-determination, e.g., by claiming that the existence of a state of Israel is a racist endeavor.“ Hér er sagt að gagnrýna megi stofnun og tilurð ísraelsríkis fyrir allt nema það að það grundvallist á kynþáttahyggju. íkvörðunin um að stofna ísraelsríki var röng af svo mörgum ástæðum öðum þannig að þetta er allt i lagi.
„Applying double standards by requiring of it [Israel] behaviour not expected or demanded of any other democratic nation.“ ísrael á sem sagt ekki að komast upp með „double standard“ þ.e. að komast upp með ýmislegt sem aðrar þjóðir kæmust ekki upp með, s.s. að reka aðskilnaðarstefnu, safna fólki saman í ghettó, stunda fjöldamorð á nágrannaþjóð, fara ekki eftir ályktunum SÞ o.s.frv.
„Drawing comparisons of contemporary Israeli policy to that of the Nazis.“ í raun það eina sem ég er aðeins ósammála, ef stefnan er lík stefnu nasista, af hverju má þá ekki benda á það? Hins vegar er alveg nóg að benda á ósómann. Hann er alveg jafn slæmur þó ekki megi segja að nasistarnir hafi gert þetta líka, sbr. ghettóin.
Og síðast en ekki síst: „However, criticism of Israel similar to that leveled against any other country cannot be regarded as antisemitic.“ Þetta held ég að þeir sem ásaka Íslendinga (og aðra hópa grundvallaða á þjóðerni) um gyðingahatur vegna andstöðu við ísrael ættu að kynna sér vel. Það er ekki gyðingahatur að gagnrýna ísrael fyrir það sem þú mundir gagnrýna allar aðrar þjóðir fyrir einnig, þ.e. að ræna landi annarrar þjóðar, girða hana af, myrða, ofsækja, niðurlægja, o.s.frv.
Ég hef reyndar ekkert sérstakt álit á Palestínumönnum og tel þá hafa leyft trúarofstækisliði að ná þar völdum. Það má skýra með aðstöðunni sem þjóðin býr við. Hamas hafa svipaða stöðu og franska andspyrnuhreyfingin á sínum tíma (er þetta gyðingahatur út af vísuninni í nasistana?) og þ.a.l. eðlilegt að Palestínumenn styðji samtökin. Því miður.