Tilfinningaklám

af verstu gerð má finna hér. Reyndar gleymir höfundur af einhverjum ástæðum öllum þeim palestí­nsku ungmennum og saklausu borgurum sem í­sraelski herinn hefur myrt í­ gegnum tí­ðina. Eitthvað förlast honum lí­ka þegar hann segir: „þessir hryðjuverkamenn vilja stofna rí­ki á í­sraelskri jörð“. Ef ég man rétt voru það í­sraelskir hryðjuverkamenn sem stofnuðu rí­ki á palestí­nskri jörð. Hins vegar er ég 100% sammála honum um eitt: „þeir [palestí­nskir hryðjuverkamenn] ætla sér að troða mannréttindum og lýðræði fótum lí­kt og venjan er í­ flestum rí­kjum sem umlykja ísrael.“ Því­ miður er virðing fyrir mannréttindum og lýðræði ekki hin sterka hlið öfgatrúaðra í­slamista.