Tekinn í­ pizzuna

Ég kí­ki reglulega inn á okursí­ðu dr. Gunna. Það sem kemur mér stanslaust á óvart á þessari sí­ðu er hvað fólk er undrandi yfir því­ að hlutirnir séu dýrari í­ hverfisbúðum og bensí­nstöðvum en í­ Bónus og Rúmfatalagernum og ekki bara aðeins dýrari heldur stundum fimm sinnum dýrari eða meira (sbr. tölvuleikina í­ Elko og BT). Þetta er í­ raun ofureinfalt; maður á ekki að eiga í­ viðskiptum við klukku- og hverfisbúðir nema maður neyðist til þess. Það á aldrei að kaupa neitt á bensí­nstöðvum og bensí­n eingöngu í­ sjálfsafgreiðslu á þar til gerðum stöðvum (Egó, Orkan, ÓB eða Atlantsolí­a). Matvæli og slí­kt skal kaupa í­ Bónus, Krónunni, Nettó eða Kaskó. Það sem ekki fæst þar er ónauðsynlegt (ókey ef mann endilega bráðvantar eitthvað sem ekki fæst þarna má fara í­ Fjarðarkaup, úrval eða Hagkaup). Húsbúnað skal kaupa í­ Rúmfatalagernum og byggingarvörur í­ Múrbúðinni. í Hagkaupum má kaupa föt, skó og leikföng. Lyf einungis í­ Apótekaranum eða Apótekinu í­ Hagkaupum. Europris er lí­ka oft með undarlegustu hluti á lágu verði.
Maður á sem sagt aldrei að kaupa neitt í­ eftirfarandi: Sérverslunum, hverfisbúðum, klukkubúðum, bensí­nstöðvum, kaffihúsum (nema Hrútakaffi á Borðeyri), veitingastöðum og túristagildrum (ef einhverju er beint að ferðamönnum hækkar það strax um a.m.k. 100%. Þannig er bolur sem fæst í­ Rúmfatalagernum á 500,- kr. seldur ferðamönnum í­ túristasjoppu á 2.990,- kr.).
Þar að auki má benda á að Tiger (borið fram tí­ja) er í­ mörgum tilfellum að selja dót sem hægt er að fá ódýrar í­ Bónus og sambærilegum búðum.

One reply on “Tekinn í­ pizzuna”

  1. hmm, kattamaturinn sem við kaupum er 50 kalli ódýrari dósin í­ Drekanum (sjoppunni hér úti á horni) en í­ Krónunni og Bónus, (snarhækkaði allt í­ einu þar, alveg óvart…) það er alls ekki algilt að hverfisbúðirnar séu dýrastar. Skal taka undir hjá þér með klukkubúðirnar en alls ekki hverfisbúðirnar, ég styð þær af heilum hug. Vildi ekki að þær legðust af, fullt af fólki sem getur ekkert alltaf farið í­ â€žlágvörubúðirnar“ svokölluðu.

    Ég fer lí­ka frekar í­ Nóatún en Hagkaup, mér finnst nefnilega ekkert skemmtilegt að versla í­ Hagkaupum… Melabúðin hins vegar rokkar.

Comments are closed.