45 milljónir í­ súginn

Á hvers konar ofurlaunum var bæjarstjórinn í­ Grindaví­k eiginlega ef starfslokasamningur við hann kostar 45 milljónir? Forstjóri REI og þar áður OR fékk „bara“ 30. Annars held ég að það þurfi að skera upp herör gegn starfslokasamningum á Íslandi. Vanalegt launafólk fær greiddan uppsagnarfrest og svo atvinnuleysisbætur ef það missir vinnuna. Ég skil ekki afhverju það sama gildir ekki um forstjóra, framkvæmdarstjóra og bæjarstjóra. Ef bæjarstjórinn í­ Grindaví­k var ráðinn eftir sí­ðustu kosningar er hann búinn að starfa í­ u.þ.b. tvö ár og á þá lí­klega rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Ef hann er búinn að vera bæjarstjóri lengur gætu þeir verið sex. Ég efast um að sex mánaða laun bæjarstjóra geti gert 45 milljónir.