Það er allt að springa í loft upp vegna fyrirhugaðs eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Tékklandi og Póllandi. Rússar æfir vegna þess að þótt kerfinu sé ekki beint gegn þeim benda þeir, réttilega, á að það sé bara tímaspursmál um það hvenær svo verði. Hóta því að sprengja allt draslið í loft upp verði því komið fyrir á annað borð. Bandaríkjamenn harma viðbrögð Rússa og skilja ekki hvers vegna þeir vilja ekki taka þátt í að byggja upp eldflaugavarnarkerfið. Raunar hafa Rússar lagt til að þessu bandaríska eldflaugavarnarkerfi verði slaufað og í staðin byggt upp sameiginlegt eldflaugarvarnarkerfi fyrir Bandaríkin, Rússland og Evrópusambandið. Þessu hafa Evrópusambandið og Bandaríkin hafnað og þá náttúrulega spurning hver það er sem vill ekki leika með.
Á sama tíma berast fregnir um að íranir séu að prófa eldflaugar sem draga inn í ísrael. Þetta kemur í kjölfar þess að ísraelar héldu viðamikla heræfingu með því markmiði að þjálfa heraðgerðir í mikilli fjarlægð (þ.e. í íran). Það gerðu þeir síðan að undirlagi Bandaríkjamanna sem hafa talað óspart um nauðsyn þess að ráðast inn í íran. Því miður fá þeir enga aðra en ísraela með sér í það því það eru allir hættir að taka mark á þeim eftir lygarnar um írak.
Þó svo að ég hafi megnustu viðurstyggð á stjórnarháttum í íran, ástandi mannréttindamála, ofsatrú o.s.frv. þá verð ég að segja eins og er að eins og staðan er í dag virðast ísrael og Bandaríkin vera meiri ógn við heimsfriðinn en íran.