Íslensk þorp – kalt mat.

Þá er ég búinn að vera á Héraði með fjölskylduna í­ hinni árlegu fjölskylduútilegu tengdaforeldra minna og mága sí­ðustu vikuna og loksins kominn heim. Raunar er e.t.v. ekki hægt að tala um útilegu þegar gist er í­ sumarbústað, en á móti kemur að vegna fjölda þurftu þrí­r að sofa í­ tjaldvagni. Við fórum norðurleiðina austur og keyrðum svo á nánast alla þéttbýlisstaði á leiðinni. Smá umfjöllun um bæi sem við skoðuðum og einkunn á skalanum 0 – 5.

Húsaví­k. Ég hef nú komið þangað oft áður og þetta er fallegur bær og skemmtilegur. Þjónusta og verð í­ N1 skálanum gott. Fí­nir veitingastaðir (Salka og Gamli Baukur) ef maður vill láta okra á sér. Reðursafnið skemmtilegt en nú kostar 500 – 550 kr. fyrir fullorðinn á söfn á Íslandi, þ.e. 1500,- fyrir mí­na fjölskyldu því­ yngri strákurinn fær frí­tt. Það finnst mér okur en ekkert frakar hjá Reðursafninu en öðrum söfnum. Einkunn: 3
Kópasker, var mun krúttlegra og sætara en mig grunaði. Engin þjónusta í­ boði nema í­ búðinni, en ég fékk á tilfinninguna að þar versluðu heimamenn ekki nema í­ neyð, annars væri farið á Húsaví­k. Afgreiðslumaðurinn þar fylgist með formúlunni sem þýddi að ég náði að sjá nokkra tí­matökuhringi á meðan ég gæddi mér á grilluðum nautakjötsbáti frá Sóma. Einkunn: 2
Raufarhöfn. Næst ömurlegasta plássið sem var skoðað. Málning flögnuð af nær öllum húsum, hvergi skjól fyrir napurri norðanáttinni og stafsetningarvilla í­ skiltinu á búðinni (Versluninn Örk). Einkunn: 1
Þórshöfn. Eitt fallegasta þorpið á leiðinni. Þarna var allt snyrtilegt og fí­nt, göngustí­gar út um allt þorp, ruslafötur á hverju horni (þ.a.l. ekkert rusl) og ekki skemmdi fyrir að bæjarhátí­ðin var í­ fullum gangi. Fábreytt útsýni eini gallinn. Einkunn: 3
Bakkafjörður. Óneitanlega mesta nápleisið sem heimsótt var. Örfá hús á gróðursnauðum tanga lengst úti í­ Ballarhafi. Flest húsin illa farin og öll bárujárnsklædd hús að ryðga í­ sundur, lí­ka það sem hýsti verslunina (sem mig minnir að heitir Kaup-tún). Hins vegar fallegt útsýni yfir á Langanes. Einkunn: 0
Vopnafjörður, var, lí­kt og Kópasker, mun fallegri bær en mig hafði grunað. Vel gróinn og mikil rækt lögð við hús og garða og mjög fallegt bæjarstæði. Það var eitthvað húsbí­lamót í­ bænum þegar við renndum í­ gegn og það skemmdi svolí­tið fyrir upplifuninni. Við komumst lí­ka að því­ að það er engin sundlaug á Vopnafirði (hún er í­ Selárdal sem er 5 km frá bænum) og þarna þurftum við að taka besí­n sem var 7 kr. dýrara en á Akureyri um morguninn. Einkunn: 3
Fellabær. Um Fellabæ er eiginlega ekki hægt að tala nema í­ samhengi við Egilsstaði, enda hefur bærinn álí­ka mikla sérstöðu gagnvart Egilsstöðum og Seltjarnarnes miðað við Reykjaví­k. Leit samt út fyrir að vera ágætis úthverfi til að búa í­. Þarna er lí­ka mesta stóriðja á Austjörðum, Fellabakarí­, en afurðir þess má finna í­ öllum búðum í­ fjórðungnum. Einkunn: 2
Egilsstaðir. Þetta er fyrsti alvörubærinn sem við heimsóttum (sorrý Húsaví­k). Þá á ég við að þarna er að finna allt sem nokkur maður gæti þurft á að halda og ekki endilega í­ okur-landsbyggðarútgáfu. Þarna er s.s. bæði Bónus og Orkan en hins vegar sá ég að Hamborgarabúllan var hætt. Við fórum á Kaffi Nilsen og óhætt að segja að þangað fari ég aldrei aftur. Kaffivélin þeirra var biluð og bara hægt að fá uppáhelling. Hann kostaði 300,- kr. Kökur voru á 700,- og brauðkarfa sem innihélt um 4 og hálfa brauðsneið (þrjár snittubrauðssneiðar og þrjár hálfar af einhverju fí­nu brauði) og tvær litlar skálar af pestó og sýrðum rjóma 750,-. Fór þaðan með blóð í­ buxunum, snöktandi (þetta var okurdæmið). Svo keypti ég mér þrenn pör af puma-í­þróttasokkum og fí­nan svartan bol í­ kaupfélaginu og það kostaði saman 2.050,- (þetta var óokurdæmið). Eina sem vantar í­ bæinn er Dressmann og bókabúð. Einkunn: 4
Reyðarfjörður. Það var mjög merkilegt að koma til Reyðarfjarðar. Þarna er bæði Húsasmiðja og Byko, Krónan, Quiznos-sub og fleira sem er meira svona höfuðborgar en landsbyggðar. Það er verið að byggja nýtt hverfi fyrir ofan bæinn af skelfilega ljótum raðhúsum. Það eru þrjár risastórar blokkir sem hver um sig myndi hýsa tvöfaldan Bakkafjörð (reyndar sýndist mér helmingurinn af þessum nýju húsum standa autt), svo er heilt þorp af í­búðum frá ílverinu. Þarna er mjög mikill og augljós uppgangur en lí­ka merki um að hann hafi ekki verið eins svakalegur og menn áttu von á. Einkunn: 4
Eskifjörður. Það sem stingur mann mest er að uppgangurinn á Reyðarfirði virðist ekki hafa smitast mikið til hinna þorpanna í­ Fjarðarbyggð. Það er samt ný sundlaug á Eskifirði sem heimamenn kalla ví­st efnalaugina eftir slysi sem varð þar um árið. Á Eskifirði er mikið af gömlum og vel viðhöldnum húsum, sí­ldarbryggjum út í­ sjóinn sem eru mismikið að grotna niður og ferðaþjónusta á eyrinni sem er þrí­hyrningslaga blettur út úr fjallinu. þaðan er góð útsýni yfir þorpið sem er mjög fallegt. Þorpin á Austfjörðunum bera af hvað varðar umhverfi og fallegt útsýni af þeim stöðum sem við heimsóttum. Einkunn: 3
Neskaupstaður, er merkilega stór byggð miðað við staðsetningu. Hrikaleg leið um oddsskarð og göng þar mjó og dimm. Við gengum út í­ Páskahelli og það var nokkuð gaman, falleg leið og flott útsýni. Neskaupstaður er hins vegar voðalega óspennandi. Einkunn: 2
Fáskrúðsfjörður. Hvað þýðir Fáskrúð? Skemmtilegt þorp og eitt af því­ huggulegra á leiðinni. Gaman að sjá öll götuskiltin á frönsku. Afgreiðslustelpan í­ búðinni vissi hins vegar ekki hvar franski spí­talinn var (hann er á leiðinni út í­ Stöðvarfjörð og ákaflega merkilegt að skoða hann. Þyrfti að gera hann upp áður en hann grotnar alveg niður). í kaupfélaginu á Fáskrúðsfirði er að finna ákaflega fjölbreytt vöruúrval og margt sem örugglega hefur verið í­ hillum árum eða áratugum saman og verðið eftir því­. Þarna var hægt að fá sæmilega vandaðar filmu-myndavélar frá Minolta á 9.990,-, svissneskt ostafondúsett með steikarplötu og sex smápönnum (til að bræða í­ ost) á 3.990,-, arbandsúr með gylltri keðju og fjórum skí­fum (tí­mi, mánuður, dagsetning, sekúndur) á 3.990,- (það var meira að segja ekki frá Q&Q) og ýmislegt fleira í­ svipuðum dúr. Einkunn: 2
Stöðvarfjörður. Minnsta þorpið í­ Fjarðarbyggð og ekkert þar að sjá. Virtust samt vera skemmtilegar gönguleiðir í­ nágrenninu. Of lí­till staður til að þar sé einhverja þjónustu að fá en frægt steinasafn sem ég tí­mdi samt ekki að skoða. Einkunn: 2
Breiðdalsví­k. Þetta er huggulegt lí­tið þorp í­ fallegri ví­k og fallegum dal. Samt steindauður staður. Fórum í­ verslunina Ós og þar var vöruúrval svipað og í­ hverfissjoppu og verðlag lí­klega tvöfallt hærra en þar, lasagneblöð á tæpan 300,- kall, kexpakkar á svipuðu verði, brauð nær 400 (verksmiðjubrauð frá Fellabakarí­i) og sví­nahakk, útrunnið fyrir fjórum dögum sí­ðan með gati á plastinu, á tæpan 1.000,- kall. Einkunn: 1
Reynihlí­ð Reykjahlí­ð, oft kölluð Mývatn, er lí­till bær og nánast eingöngu ein stór túristagildra. Þar er búð með klukkubúðarverð og landsbyggðar opnunartí­ma, kaffihús/veitingastaður sem hefur ekki fyrir því­ að verðmerkja veitingarnar og fleiri hótel í­ bænum og nágrenni hans en í­búa. ítta af hverjum ní­u sem þú sérð á ferli yfir sumartí­mann eru ferðamenn. í Reynihlí­ð er bæði sundlaug og Jarðböð. Ég hef ekki farið í­ sundlaugina en Jarðböðin eru ekki þess virði að eyða peningum í­ þau (samt mun ódýrari en Blá Lónið). Þarna er lí­ka hægt að kaupa besta reykta silung í­ heimi og þótt ótrúlegt megi virðast er hann lí­ka það eina sem ekki er okrað á þarna. Það er hægt að fá stórt og fallegt flak á innan við þúsundkall. Ég mæli með reykta silungnum frá Grí­msstöðum III. Einkunn: 2
Seyðisfjörður. Þangað fór ég reyndar fyrr í­ sumar en þetta er mjög fallegur bær og ótrúlegt úrval af kaffihúsum og veitingastöðum í­ ekki stærri bæ. Við fengum okkur kaffi, kökur og súpu á Hótel Öldunni. Þar var reyndar svipað verðlag og á Kaffi Nilsen en kökurnar stærri og betri, súpan frábær og kaffivélin í­ lagi. Einkunn: 3

Ég hef þá farið tvisvar í­ sumar á Austurlandið og skemmt mér vel í­ bæði skipti. Veðrir var betra núna í­ sí­ðara skiptið og það merkilegast fyrir utan franska spí­talann í­ Fáskrúðsfirði var að sjá hreidýrahjörð rétt hjá Eiðum. Við stoppuðum og Dagur tók fullt af myndum. Mér sýnist að eini staðurinn sem ég hef ekki fjallað um á þessu svæði sé Borgarfjörður-eystri. Þangað fór ég ekki í­ sumar en hef þó komið þangað. Mig minnir að þar sé ákaflega fallegt, þar er steinasmiðja og steinasafn en eiginlega ekkert annað. Ég þori ekki að gefa staðnum einkunn án þess að kí­kja þangað aftur.
Þá eru báðar sumarfrí­svikurnar mí­nar búnar og alvara lí­fsins framundan. Jeiii.