Pizza-bacalao

Við Miðjarðarhafið er gömul og virt matarmenning. Þar hafa menn bæði stundað saltfisks- og pizzaát í­ gegnum aldirnar. Það var samt ekki fyrr en í­ ár á Dalví­k að mönnum datt í­ hug að blanda þessu tvennu saman. Skyldi vera sama ástæðan fyrir því­ og því­ að menn hafa ekki bakað saltfisksvöfflur, hvorki fyrr né sí­ðar, nema á Dalví­k um árið?

5 replies on “Pizza-bacalao”

  1. Mér þóttu saltfiskvöfflurnar um árið bara ágætar – með súrsætri sósu. Okkur blóðlangaði að skella okkur norður núna en bensí­nverð og fleira kom í­ veg fyrir það.
    Kveðja á Norðurlandið.

  2. Saltfiskpizza var ekki fundin upp á fiskideginum á Dalví­k í­ ár….
    Hún er búin að vera á matseðli Greifans um þó nokkurra mánaða (eða jafnvel ára) skeið og hefur bara lí­kað vel….hjá þeim sem hafa þorað að prófa 🙂

  3. Ég fékk mér af saltfiskpizzunni og verð að segja að hún var með því­ skásta sem var boðið upp á þarna en jafnframt ein sú slakasta pizza sem ég hef smakkað.

Comments are closed.