Þó ekki mín og ennþá sama gamla netfangið freyvangur.net. Ég var í varastjórn Freyvangsleikhússins síðasta vetur og núna í haust var ég kosinn í aðalstjórn og fékk þar hlutverk ritara. Eitt af verkefnum ritara er að halda utan um heimasíðu félagsins. Ég gerði mjög róttækar breytingar, aðallega vegna tölvukunnáttu á meðalmennskugrunni. Það er hægt að …
Monthly Archives: október 2008
Samfylkingin laug ekki
Hún hagræddi sannleikanum bara (sjá athugasemdir við síðustu færslu). Svo má deila um hvort það sé ekki í raun eitt og það sama.
Samfylkingin lýgur líka
Nú hefur komið í ljós að Ingibjörg og Össur voru líka að ljúga þegar þau sögðu að vaxtahækkunin væri ekki hluti af samkomulaginu við IMF. Ég ítreka bara það sem ég sagði í síðustu færslu: Allt þetta lið verður að víkja! En hvers á maður að gjalda sem kjósandi þegar eini flokkurinn sem styður aðildarumsókn …
Hverjir verða að víkja?
Á síðustu árum hafa stjórnir bankanna, greiningardeildir og eigendur hundsað viðvaranir um yfirvofandi hrun og ekkert gert í málunum. Núna er búið að ríkisvæða bankana og setja sama fólkið og stýrði gömlu bönkunum yfir þá nýju. Þetta fólk verður að víkja. Fjármálaeftirlitið, bæði stjórn og starfsmenn, brugðust gersamlega í því hlutverki sínu að hafa eftirlit …
Byltingu! (Hún má alveg vera blóðug)
Nú er búið að hækka stýrivexti Seðlabankans aftur í samræmi við hagfræðikenningar sem atburðir síðustu daga hafa sannað að eru ómarktækar. Þetta er væntanlega gert að kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Ég var (og er) fylgjandi því að ræða við þann sjóð um aðkomu að lausn vandans en jafn sannfærður um það að ekki á að ganga …
Hvað þýðir könnunin?
Það er birt ný skoðanakönnun í Fréttablaðinu í dag og sitt sýnist hverjum. Það er rætt við alla stjórnmálaleiðtogana og allir túlka þeir könnunina sér í hag. Ég er búinn að lesa nokkur blogg þar sem bloggarar keppast við að teygja niðurstöðuna þannig að hún falli að þeirra pólitísku skoðunum og flokkadráttum. En hvað þýðir …
Sjálfstæðismenn til bjargar
Ég er ekki Sjálfstæðismaður, hef aldrei verið og mun aldrei verða. Hins vegar er ljóst að nú getur enginn bjargað okkur nema Sjálfstæðisflokkurinn. Þá er ég ekki að tala um forsætisráherra, Björn Bjarna eða Davíð Oddsson. Mögulega getur Þorgerður Katrín rétt hjálparhönd en ef einhver getur tekið í taumana og bjargað þessu þá er það …