Samfylkingin lýgur lí­ka

Nú hefur komið í­ ljós að Ingibjörg og Össur voru lí­ka að ljúga þegar þau sögðu að vaxtahækkunin væri ekki hluti af samkomulaginu við IMF. Ég í­treka bara það sem ég sagði í­ sí­ðustu færslu: Allt þetta lið verður að ví­kja!
En hvers á maður að gjalda sem kjósandi þegar eini flokkurinn sem styður aðildarumsókn að ESB grí­pur til lygiblekkinga af þessu tagi? Ætli þau hafi lært þetta af Sjöllunum?
Ég óska eftir nýju framboði frjálslynds jafnaðarfólks af skandinaví­sku tagi með ESB sem aðalstefnumál. Ég myndi kjósa það framboð ef tryggt væri að innanborðs væru engir sem setið hafa í­ rí­kisstjórn s.l. 17 ár.