Hverjir verða að ví­kja?

Á sí­ðustu árum hafa stjórnir bankanna, greiningardeildir og eigendur hundsað viðvaranir um yfirvofandi hrun og ekkert gert í­ málunum. Núna er búið að rí­kisvæða bankana og setja sama fólkið og stýrði gömlu bönkunum yfir þá nýju. Þetta fólk verður að ví­kja.
Fjármálaeftirlitið, bæði stjórn og starfsmenn, brugðust gersamlega í­ því­ hlutverki sí­nu að hafa eftirlit með bönkunum og koma í­ veg fyrir að þeir stefndu landinu í­ voða. Þetta fólk situr ennþá og skipar núna pólití­ska vini sí­na í­ skilanefndir sem skipa svo sig sjálfa sem stjórnendur nýju bankanna á svimandi háum launum. Þetta fólk verður að ví­kja.
Seðlabankinn hefur rekið hávaxtastefnu sem hefur leitt hörmungar yfir þjóðina ásamt öðrum hagstjórnarmistökum vegna þess að þar sitja við völd pólití­sk himpigimpi sem hlusta ekki einu sinni á ráðgjafa sí­na heldur stjórnast af persónulegum pólití­skum rembingi, hroka, yfirvöðslusemi og heimsku! Þetta fólk verður að ví­kja.
Rí­kisstjórnir sí­ðustu 17 ára sem hófu allt þetta ferli með því­ að gefa bankana, skipa vanhæft fólk í­ stöður á pólití­skum forsendum og hygla sjálfu sér í­ einu og öllu, bera mesta ábyrgð. Þá er ég að tala um alla þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Samfylkingar sem setið hafa á þingi í­ rí­kisstjórnartí­ð þessara flokka (lí­ka Jóhönnu Sigurðardóttur). Þetta fólk ber vissulega mismikla ábyrgð á ástandinu en allt hefur það misst mannorðið. Þetta fólk verður að ví­kja.
Íslenska þjóðin hefur einnig brugðist. Þó svo að við höfum lesið fréttir um skýrslu Den Danske Bank, úttektir fræðimanna við LSE og ábendingar í­slenskra fræðimanna (og bankamanna um að krónan væri stórhættuleg). Þá gerði fólk ekkert. Stjórnvöldum var ekki veitt aðhald og núna þegar allt er farið til andskotans þá rí­s þjóðin ekki upp og krefst þess að þetta fólk ví­ki. Aðrar þjóðir upplifa ástandið því­ sem svo að í­slensk stjórnvöld ætli ekki að axla neina ábyrgð og í­slenska þjóðin styðji þau í­ því­. Það er ekki hægt að segja í­slensku þjóðinni að ví­kja en lí­klega flytja flestir sem það á annað borð geta úr landi því­ ekki hefur þjóðin dugnaðinn í­ sér til að steypa stjórnvöldum af stóli og hreinsa almennilega til í­ kerfinu. Til að komast að þeirri niðurstöðu þarf ekki annað en að lesa moggabloggin, athugasemdirnar á Eyjunni og Silfri Egils til að átta sig á því­ að 1/3 þjóðarinnar telur Daví­ð enn í­ guðatölu og að allir sem ekki samþykkja það séu handbendi Jóns ísgeirs Jóhannessonar (óbermis).
Sí­ðast en ekki sí­st verður krónan að ví­kja og þjóðrembingurinn sem Geir tókst að virkja svo snilldarvel í­ samráði við Darling og Brown.
——
Viðbót: Einar Már segir þetta sama og ég bara miklu betur (og í­ fleiri orðum) í­ grein í­ mogganum í­ dag. Við verðum og hreinsa til í­ kerfinu, mæta í­ þinghúsið og ráðuneytin, Glitni, Kaupþing, NBI og Seðlabankann og fleygja þessu fólki út með handafli!