Ósiðleg og lí­klega ólögleg mismunun

Bretar og Hollendingar segjast illa geta stutt umsókn Íslands um lán hjá IMF, nema gengið verði frá málum sem snúa að Icesave reikningunum. Íslendingar taka þessu eins og snúið roð í­ hund og segjast ætla að sækja um lán hjá Rússum og Kí­nverjum. Það á að gera allt nema reyna að leysa vandann.
Nú vaknar að sjálfssögðu sú spurning afhverju Bretar og Hollendingar eru svona stí­fir á þessu. Þeir geta vel tekið þessar skuldbindingar yfir án þess að það sé mikill baggi á þeim og þeir hljóta að skilja að í­slendingar hafa einfaldlega ekki efni á því­ að standa við þessar skuldbindingar fjárglæframanna og meira að segja það að í­slendingum ber ekki skylda til þess samkvæmt alþjóðalögum að ábyrgjast þessar innistæður nema upp að ákveðnu marki og hafa lýst því­ yfir að það verði gert. Af hverju eru Bretar og Hollendingar þá svona þverir í­ þessum málum?
Mér þykir lí­klegt að það stafi af ýmsum ástæðum, en ekki sí­st því­ að strax eftir að bankarnir voru teknir yfir kom yfirlýsing frá stjórnvöldum um að innlendar innistæður yrðu tryggðar. Nú gæti verið rétt að vitna í­ stjórnarskránna, þ.e. 65. grein, þar sem stendur: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í­ hví­vetna.
Ég leyfði mér að feitletra eitt orðið. ímyndum okkur nú að það hefði verið annar hópur en útlendir innistæðueigendur í­ í­slensku bönkunum sem hefðu verið skildir eftir, t.d. að allar innistæður væru tryggðar nema þær sem svertingjar ættu, allar innistæður þeirra sem eru í­ þjóðkirkjunni en ekki annarra, innistæður giftra, karlmanna, sjálfstæðismanna?
Það skiptir í­ raun ekki máli hvaða hópi þú skiptir inn í­ stað erlendra innistæðueigenda, mismununin og óréttlætið verður strax sláandi, svo er fólk hissa á því­ að Bretar og Hollendingar skuli vera reiðir.
Nú er ég ekki að segja að í­slenska rí­kið eigi að ábyrgjast þessar innistæður umfram það sem alþjóðalög krefjast enda mundi það endanlega setja þjóðina á hausinn og gera út um framtí­ð afkomenda okkar. Ég er bara að benda á að það sé eðlilegra að eitt skuli yfir alla ganga og það sé ólöglegt að mismuna fólki eftir þjóðerni. Það gæti þýtt að ekki sé hægt að ábyrgjast innlendar innistæður umfram þetta lágmark sem alþjóðalög tryggja. En það er óhæft að borga Íslendingi 100% af sinni innistæðu (minna ef það var í­ áhættusjóðum) en segja Breta og Hollendingi að éta það sem úti frýs! Það er jafnvel hægt að skilja að það sé litið á fólk sem gerir svona lagað sömu augum og hryðjuverkjamenn.

Að lokum legg ég til að spillingarliðið ví­ki.