Bréf til Samfylkingarinnar

Ég sendi áðan eftirfarandi bréf til Samfylkingarinnar og Samfylkingarfélagsins á Akureyri.

Til: Samfylkingarinnar og Samfylkingarfélagsins á Akureyri

Ég hef verið jafnaðarmaður og Evrópusinni í­ hjarta mí­nu allt frá því­ að ég man eftir mér og er m.a. stofnfélagi í­ Samfylkingunni.

Þegar hún var stofnuð batt ég miklar vonir við að fram væri komið það afl í­ í­slensk stjórnmál sem gæti unnið að siðvæðingu, sameinað vinstri menn og komið á raunverulegu jafnaðarsamfélagi að skandinaví­skri fyrirmynd hér á Íslandi.

Því­ miður hafa allar þessar vonir mí­nar brugðist eftir að Samfylkingin komst í­ rí­kisstjórn og aldrei eins og sí­ðustu vikur og mánuði. í öllum skandinaví­sku löndunum hefði jafnaðarmannaflokkur nú þegar vikið öllum sem komu að stjórnun bankanna og eftirliti með þeim á Íslandi frá störfum, skipað hlutlausar rannsóknarnefndir og viðkomandi ráðherrar, sem báru ábyrgð á málaflokknum, sagt af sér.

Með því­ að gera ekkert af þessu hefur Samfylkingin algerlega brugðist væntingum mí­num, en ekki einungis þeim heldur lí­ka þeim gildum sem liggja til grundvallar jafnaðarstefnunni.

Samfylkingin hefur því­ snúið baki við þeim hugsjónum sem hún byggir tilveru sí­na á og á í­ raun sjálf engan tilverugrundvöll lengur.

Málflutningur flokksins hefur hingað til einkennst af upphrópunum sem bera öll einkenni þess að verið sé að skjóta sér undan því­ að bera ábyrgð eða grí­pa til nauðsynlegra aðgerða. Yfirlýsingar um að ákveðnir einstaklingar sitji ekki í­ umboði Samfylkingarinnar eða að flokkurinn hafi ekki komið nálægt skipun ákveðinna embættismanna eru innihaldslausar þegar þessir sömu menn sitja sem fastast í­ sí­num embættum í­ skjóli flokksins.

Ég vil nú telja upp nokkur atriði sem valda því­ að ég get ekki lengur hugsað mér að teljast til stuðningsmanna Samfylkingarinnar:

-Enn situr sama fólkið í­ lykilstöðum í­ bönkunum og áður en bankahrunið átti sér stað
-Fyrrverandi bankastjórar gömlu bankanna eru enn lykilmenn í­ â€žnýju“ bönkunum og virðast ekki þurfa að axla neina ábyrgð
-Skilanefndir bankanna eru skipaðar pólití­skum vinum og flokksgæðingum rí­kisstjórnarflokkanna og formaður skilanefndar Glitnis, írni Tómasson, hefur m.a.s. verið dæmdur fyrir brot í­ starfi árið 2003.
Forstjórni FME situr enn þrátt fyrir að bera mikla ábyrgð á bankahruninu og hafa ásamt starfsfólki FME þegið gjafir frá gömlu bönkunum.
-Stjórn FME situr enn óbreytt.
-Bankastjórar Seðlabankans sitja enn.
-Stjórn Seðlabankans situr enn.
-Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins situr enn og hefur ekki verið ákærður fyrir innherjaviðskipti.
-Bankamálaráðherra og Fjármálaráðherra sitja enn.
-Forsætisráðherra situr enn.
-Innanbúðarmenn í­ gömlu bönkunum voru skipaðir bankastjórar þeirra “nýju” á ofurlaunum.
-A.m.k. einn bankastjóri „nýju“ bankanna hefur orðið uppví­s af mjög vafasömum viðskiptum með hlutabréf í­ gamla bankanum. Hún situr enn.
-Ingibjörg Sólrún Gí­sladóttir sýnir af sér fádæma hroka og lí­tilsvirðingu í­ ummælum sí­num á borgarafundi og þegar hún ræðir kröfuna um kosningar sem fyrst eða mótmæafundi almennings.
-Allir þingmenn Samfylkingarinnar felldu vantrausttillögu á rí­kisstjórnina og studdu þannig allt ofan talið og bera þess vegna á því­ sömu ábyrgð og ráðherrarnir.
-Samfylkingin hefur í­trekað tekið þátt í­ því­ að grafa undan Alþingi með því­ að búa til ný rí­kisstjórnarfrumvörp um mál sem þegar hafa verið lögð fram þingmannafrumvörp um og ýtt þannig undir þá þróun að lög á Íslandi séu sett af framkvæmdavaldinu en ekki löggjafarvaldinu.
-þessi rí­kisstjórnarfrumvörp ganga iðulega mun skemur en samsvarandi þingmannafrumvörp, s.s. frumvarp um eftirlaun þingmanna og æðstu embættismanna, og eru því­ sett fram til að slá ryki í­ augu kjósenda undir því­ yfirskini að rí­kisstjórnin sé að taka á málum en ekki draga tennurnar úr þingmannafrumvörpum sem endurspegla vilja þjóðarinnar betur.
-Nýtt eftirlaunafrumvarp er sami ósómi og það sí­ðasta en þó e.t.v. sí­nu verra því­ það er lagt fram í­ skjóli blekkingar í­ veikri tilraun til að friðþægja lýðinn sem hefur uppi eðlilegar réttlætiskröfur um að þingmenn njóti sömu eftirlaunakjara og aðrir opinberir starfsmenn.
-Tillaga um sérstaka rannsóknarnefnd er sama marki brennd. Hún virðist sett fram sem skálkaskjól fyrir það að hví­tþvo alla sem ábyrgð bera.
-Sérstakur saksóknari sem var skipaður til að rannsaka ákveðna fjárglæfrastarfsemi vildi ekki segja af sér þó fram kæmu upplýsingar um að hann ætti m.a. að rannsaka son sinn. Sá hætti að lokum vegna þrýstings frá þjóðinni.
-Endurskoðunarfyrirtæki sem hefur unnið fyrir mörg þau fyrirtæki sem tengjast hruni bankanna og þeim vafasömu viðskiptum sem hafa lagt samfélagið í­ rúst var fengið til að rannsaka hvað fram fór í­ Glitni og þegar athugasemdir voru gerðar við þá skipun neitaði fyrirtækið öllu vanhæfi þó þar væri einnig um skyldleikatengsl að ræða. Það var ekki fyrr en kröfur þjóðarinnar um að þetta væri með öllu ólýðandi voru orðnar of háværar til að ráðherrar gætu látið þær fram hjá sér fara að gripið var í­ taumana.
-Ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar hafa orðið uppví­sir að því­ að fara með ósannindi þegar þeir hafa verið spurðir um þetta mál.

Á hverjum degi virðast bætast við ný atriði sem hægt væri að bæta á þennan lista og lí­klega er ég að gleyma mjög mörgum. Allt ber þetta þó að sama brunni: Samfylkingin hefur algerlega brugðist og svo virðist sem eina markmið hennar nú sé að halda völdum og hylma yfir með skelfilegustu landráðamönnum sem Ísland hefur kynnst.

Ég verð því­ miður að tilkynna að á meðan nokkur núverandi ráðherra eða þingmaður Samfylkingarinnar (auk þónokkurra sveitarstjórnarmanna og „talsmanna“) er í­ framboði eða tengslum við Samfylkinguna mun ég aldrei geta kosið flokkinn.

Að lokum segi ég mig úr flokknum og óska ég eftir að vera tekinn af félagaskrá Samfylkingarinnar og Samfylkingarfélagsins á Akureyri.

Með von um að þessu verði kippt í­ liðinn hið snarasta:

Daní­el Freyr Jónsson, kt. 160671-5729
Hafnarstræti 35
600 Akureyri