Vallhallartjásur

Ég hef tekið eftir því­ sí­ðustu daga að við nánast allar fréttir á Eyjunni hafa undanfarið birst mjög undarlegar tjásur frá mönnum sem kalla sig Funa, GSS, Svalan eða öðrum dulnefnum. Allar eiga þessar tjásur það sammerkt að drepa málum á dreif, vera ómálefnalegar, ráðast á þá sem mótmæla, vera með skí­tkast í­ alla nema Sjálfstæðismenn, o.s.frv. Eftir lauslega skoðun á Mbl.is má sjá sambærilegar tjásur við blogg þeirra sem á einhvern hátt andmæla ástandinu, leiðrétta fréttir eða virðast á öndverðri skoðun við dulnefningana. Þeir blogga hins vegar aldrei sjálfir við fréttirnar núna eftir að Mbl.is hætti að leyfa nafnlausum bloggurum að gera slí­kt.
Mí­n skýring á þessu er sú að Valhöll hafi virkjað fólk til að fylgjast með bloggi og fréttaskrifum á netinu með það að markmiði að eyðileggja og skemma alla umræðu með áðurnefndu skí­tkasti. Þetta er þekkt aðferð fasista í­ gegnum tí­ðina að ráðast með offorsi á þá sem andmæla. Eina leiðin sem ég sé í­ þessu er að láta eins og viðkomandi séu ekki til (sem þeir í­ raun eru ekki) og svara slí­kum tjásum í­ engu.
Annars heyri ég að Guðjón Arnar, formaður Frjálslynda flokksins (rasistaflokksins), vill ekki borga skuldir vegna ICESAVE reikninga. Það er skiljanlegt sjónarmið og ég átta mig á að margir eru sammála honum. Hins vegar var það skilyrði fyrir öðrum lánveitingum að þessir ICESAVE reikningar yrðu gerðir upp og einnig hitt að það gengur ekki að ábyrgjast sum innlán bankanna en ekki önnur. Vilji menn ekki ábyrgjast ICESAVE þá er heldur ekki hægt að ábyrgjast almenna innlánsreikninga á Íslandi (það stangast nefnilega á við stjórnarskránna og mannréttindayfirlýsingu SÞ að mismuna fólki á grundvelli þjóðernis). Það myndi að sjálfssögðu ekki þýða annað en að allir sem ættu einhverja peninga inni í­ í­slenskum bönkum væru þar með búnir að tapa þeim. Ég er ekki viss um að það sé það sem Guðjón Arnar vill. Lí­klegra finnst mér að hann haldi að þessar yfirlýsingar séu lí­klegar til vinsælda og útlendingar kjósi hvort sem er ekki á Íslandi.