Það liggur fyrir að það verður kosið í vor þó ekki sé búið að fastsetja kosningadag. Ég ætla að gerast djarfur og spá fyrir um úrslitin. Ég geri ráð fyrir að í framboði verði; Sjálftökuflokkur (D), Samspilling (S), Vinstri-grænir (V), Framsóknarflokkur (B), Frjálslyndir (F), Íslandshreyfing með lýðræðissinnum (í) og Kvennalisti (K).
í fyrsta lagi þá verður kjörsókn um 80% og upp úr kjörkössunum kemur:
D ca. 24%. Ég veit að þetta er mikið en Sjallar eru og verða samir við sig.
S ca. 19%. Nær að auka fylgið um þetta með minnihlutastjórn og endurnýjun á landsfundi.
V ca. 18%. Eru að mælast mun hærri núna en fólk hikar í kjörklefanum.
B ca. 13%. Skotið eftir landsfundinn nær ekki að halda sér.
F ca. 2%. Fá eitthvað óánægjufylgi en eru búnir að missa trúverðugleikann.
í ca. 3%. Fer þó eftir hverjir koma inn frá lýðræðissinnum. Þetta er m.v. að það séu óþekktir og/eða rugludallar.
K ca. 2% Tími kynbundinna framboða er liðinn.
Auðir og ógildir ca. 19%. Mjög hátt hlutfall þeirra sem geta ekki hugsað sér neinn hinna.
Vegna auðra og ógildra verður niðurstaðan þessi:
D 29%, S 23%, V 22%, B 16%, F 3%, í 4%, K3%. F, í og K ná því ekki manni inn.
Hlutföll á þingi verða því (fjöldi þingmanna innan sviga):
D 32% (20), S 26% (17), V 24% (15), B 18% (11).
Samkvæmt þessu verða eiginlega engar breytingar. Þó er smá möguleiki á ákaflega tæpri tveggja flokka stjórn S og V.
Til að þetta verði ekki raunveruleg úrslit hvet ég alla til að mæta á kjörstað og kjósa eitthvað annað en D. Sjallarnir mæta, það er öruggt. EKKI SKILA AUíU! Kjóstu frekar einhverja vitleysinga, því öll auð og ógild atkvæði eru atkvæði greidd Sjálftökuflokknum!